Sérsniðið nám og stuttir fyrirlestrar

Heildstæð námsleið og skýr framsetning tryggir bæði starfsmönnum og stjórnendum betri sýn yfir fræðslustarf og stuðlar að markvissri starfsþróun innan stofnana. 

Við þróun náms vinnum við náið með starfsmönnum og stjórnendum og förum í ítarlega þarfagreiningu þar sem fræðsluþörf er metin í samræmi við stefnu og framtíðarsýn stofnana. Lagt er upp með að námsleiðirnar séu rauður þráður í öllu fræðslustarfi þeirra. Stofnananám getur verið frá 20 klst. upp í 240 klst., allt eftir þörfum.

Stýrihópar, skipaðir fulltrúum okkar, starfsmanna og stjórnenda ráða svo hraða, framboði og fyrirkomulagi námsins. 

Farandfyrirlestrar 

Við bjóðum stofnunum einnig upp á fjölbreytt úrval stuttra fyrirlestra og námskeiða sem henta einkar vel á starfs- og fræðsludögum. 

Hér til hliðar má sjá nöfn vinsælustu efnisflokkanna. Undir hverjum flokki er svo hægt að velja um fjölda titla en námsefni er alltaf sniðið að þörfum hverrar stofnunar hverju sinni. 

 

 • Framsögn og framkoma
 • Markviss ritun tölvupósta og texta fyrir ólíka miðla
 • Meðferð persónuupplýsinga
 • Vönduð íslenska
 • Að stýra jafningjum
 • Breytingastjórnun
 • Fundarstjórnun
 • Hópefli og hóphlutverk
 • Hugarkort og rafræn skipulagning
 • Innsýn í leiðtogafræði
 • Stjórnun í erfiðu umhverfi
 • Verkefnastjórnun
 • Viðburðarstjórnun
 • Viðtalstækni
 • Þjónustustjórnun
 • Að efla liðsheild
 • Að leysa ágreining
 • Að takast á við breytingar
 • Að takast á við erfiða einstaklinga
 • Samskipit ólíkra menningarheima
 • Árangursrík framsögn og tjáning
 • Einelti og áreitni á vinnustað
 • Gott viðmót - góð Þjónusta
 • Jafningjasamstarf og vinna í teymum
 • Ótilhlýðileg háttsemi á vinnustað
 • Samskipti á vinnustað
 • Samspil starfs og einkalífs
 • Samtalstækni
 • Starfsandi og samstarfsvilji
 • Um vinnupersónuleika
 • Vellíðan á vinnustað
 • Siðfræði starfs
 • Virk hlustun og félagsstuðningur
 • Enska, fagorðaforði stofnana
 • Lagaenska
 • Mannauðsstjórnun
 • Kenningar í mannauðsstjórnun
 • Réttindi og skyldur opinberra starfsmanna
 • Starfsmannaval og ráðningar
 • Starfsánægja
 • Stjórnunarstílar og leiðtogahæfni
 • Starfsmannasamtöl fyrir stjórnendur
 • Starfsmannasamtöl fyrir starfsmenn
 • Vinnustaðamenning
 • Erfið starfsmannamál
 • Móttaka nýliða
 • Stjórnun og skipulag
 • Að efla sjálfstraust og öryggi
 • Að geta talað máli sínu
 • Að takast á við breytingar
 • Að takast á við áföll á vinnustað
 • Ákveðniþjálfun
 • Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun
 • Persónuleg markmiðasetning
 • Kulnun, streita og starfsþrot