Undirritun yfirlýsingar um hæfniramma um íslenska menntun

07.11.2016

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu nýverið yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi.

Vaktavinna - Einnig í fjarnámi

12.10.2016

Vegna mikillar eftirspurnar verða námskeiðin í Vaktavinnu og lýðheilsu einnig í boði í fjarnámi í vetur. Með þessu vonum við að ennþá fleiri geti nýtt sér þetta frábæra nám þar sem tekið er á fjölmörgum álitamálum, lögum og reglum, varðandi vaktavinnu og vaktskipulag. Náminu er skipt upp í þrjár lotur og hefst lota eitt í lok september.

Nám á næstu vikum

04.10.2016

Í nýjasta fréttabréfinu okkar er gott yfirlit yfir þau fjölmörgu námskeið hefjast hjá okkur á næstu vikum, bæði stutt og lengri námskeið sem henta vel með starfi. Ekki hika við að kynna þér málin betur með því að smella á námskeiðin eða hafa samband við okkur.

Námsvísirinn borinn í hús í dag

12.09.2016

Nýr námsvísir fyrir veturinn 2016-2017 er kominn út og var borinn í hús í dag. Námsvísirinn inniheldur fjölda nýrra og spennandi námskeiða, auk yfirlits yfir þá þjónustu sem Starfsmennt veitir aðildarfélögum sínum. Við hvetjum ykkur til að kíkja á bæklinginn og skrá ykkur sem fyrst. Vert er að minna á að öll þjónusta okkar er aðildarfélögum að kostnaðarlausum en opin öðrum gegn gjaldi.