You Dig IT - erlent samstarfsverkefni styrkt af Erasmus plus

04.07.2018

Starfsmennt tekur þátt í evrópska samstarfsverkefninu You Dig IT, How to deal with digital tools in 21st century education for low skilled adults sem gengur út á að skoða og prófa rafræn verkfæri (smáforrit/öpp) til notkunar í kennslu og námi.

Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals lokið

12.03.2018

Á jafnréttisþingi þann 8. mars var tilkynnt um að tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunataðals væri formlega formlega lokið. Markmið verkefnisins var að prófa staðalinn til þess að hlutaðeigandi gætu betur áttað sig á umfangi innleiðingarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra veitti þátttakendum stofnana og fyrirtækja viðurkenningu og sagði ánægjulegt hve margir stjórendur hefðu sett verkefnið í forgang, mætt kröfum og uppfyllt sett skilyrði fyrir vottun jafnlaunakerfa. Starfsmennt býður þó enn upp á námskeið um innleiðingu jafnlaunastaðals.

Fagháskólanám í opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst

16.02.2018

Haustið 2018 verður í fyrsta sinn í boði nýtt nám í opinberri stjórnsýslu á fagháskólastigi þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt og Háskólanum á Bifröst í samvinnu við SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Verkefnið er liður í úrvinnslu bókunar með kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra um að fjölga menntunar- og starfsþróunarúrræðum fyrir ríkisstarfsmenn.

Gæðavottun EQM (European Quality Mark)

12.12.2017

Í dag, 12. desember, fékk Fræðslusetrið Starfsmennt afhenta formlega viðurkenningu frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) á endurnýjun EQM vottunar ásamt EQM+ vottunar. Gæðavottun EQM (European Quality Mark) staðfestir að setrið stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfseminnar og EQM+ staðfestir gæði raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar.