Mannauður og nám næsta vetur

03.06.2015

Þó flestir séu eflaust með hugann við sól og sumarfrí er þetta tilvalinn tími til að huga að námi og fræðslu næsta vetur. Í nýjasta fréttabréfinu segjum við frá því sem verður í boði og hvetjum alla til að kynna sér námsúrvalið frekar fyrr en seinna. Umsóknarfrestur um nám sem við bjóðum í samstarfi við framhaldsskólana er að renna út um þessar mundir og því síðastu forvöð að skrá sig til þátttöku.

EPALE - Vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu

28.05.2015

Í morgun var formleg opnun á EPALE, vefgátt fyrir fagaðila í fulllorðinsfræðslu. "Epale er vefsvæði þar sem fagfólk í fullorðinsfræðslu getur bloggað, deilt fréttum og auglýsingum um viðburði og sótt fræðsluefni í gagnabanka. Epale vefgáttin veitir aðgang að lokuðum, gagnvirkum vefsvæðum þar sem hægt er að láta álit sitt í ljós, taka þátt í umræðum og eiga frumkvæði að bloggi um ýmis viðfangsefni."

Áhugaverður fundur um stöðu kynjanna á vinnumarkaði

20.05.2015

Í morgun sóttu þær Marta, Hulda og Björg mjög áhugaverðan morgunverðarfund aðgerðahóps um launajafnrétti þar sem rætt var um og stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Meðal þess sem var rætt voru niðurstöður nýrrar rannsóknar á kynbundnum launamun, stöðu kynjanna á launamarkaði, skiptingu heimilisstarfa og framtíðaráskoranir. Hér má sjá Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytja ávarp í upphafi fundar.

Lögfræði starfsmannamála hjá ríkinu - námskeið í maí

19.05.2015

Markmiðið með námskeiðunum er að auka almenna þekkingu á reglum um ráðningar starfsmanna, starfsskyldur þeirra, breytingar á störfum og áminningar. Einnig að auka þekkingu á stjórnunarrétti vinnuveitenda og almennum siðareglum starfa. Námskeiðin eru haldin á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík í samstafi við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.