Nýr námsvísir kominn út

25.08.2015

Nýr námsvísir fyrir veturinn 2015-2016 er kominn út. Námsvísirinn inniheldur fjölda nýrra og spennandi námskeiða, auk yfirlits yfir þá þjónustu sem Starfsmennt veitir aðildarfélögum sínum. Við hvetjum ykkur til að kíkja á bæklinginn og skrá ykkur sem fyrst. Vert er að minna á að öll þjónusta okkar er aðildarfélögum að kostnaðarlausum en opin öðrum gegn gjaldi.

Við erum flutt í Skipholtið

19.08.2015

Í byrjun ágúst fluttum við inn í ný og glæsileg húsakynni á þriðju hæð í Skipholti 50b. Við eigum enn eftir að taka upp úr nokkrum kössum og ganga frá einhverjum smáatriðum eins og glerveggjum til að stúka skrifstofurnar af. En við bíðum róleg og hlökkum til að sjá húsnæðið fullklárað. Við bjóðum alla velkomna til okkar, hvort sem þeir vilja kíkja í spjall, kaffi eða ráðgjöf.

Flutningur í Skipholtið

01.07.2015

Þessa dagana stöndum við í flutningum, frá Ofanleitinu í Skipholtið. Þar sem nýja húsnæðið er ekki alveg klárt en við erum flutt út úr því gamla vinna starfsmenn nú að heiman. Öll þjónusta er því opin og ávallt hægt að ná í okkur bæði í síma og tölvupósti.

Starfsmennt í skýjunum

22.06.2015

Við lifum á spennandi umbrotatímum menntunar þar sem umgjörðin um „hvernig við lærum“ og „hvar við lærum“ breytist hratt. Hefðbundin skólastofa og kennari í púlti er á undanhaldi og við taka vinnu- og samskiptasmiðjur sem teygja anga sína víða og fara fram í raunheimum, á Netinu og í skýjunum. Í júní hefti Blaðs stéttarfélaganna fjallar Hulda A. Arnljótsdóttir, framvkæmdastjóri Starfsmenntar um nýjan vef og breyttar áherslur í fullorðinsfræðslu.