Gleðilega páska

01.04.2015

Þó sjálfshól hafi aldrei verið talinn mikill kostur þá er ekki hægt að segja annað en að starfsfólki okkar sé margt til lista lagt. Hér má sjá tvo glæsilega páskahana sem voru föndraðir í morgun úr gömlum námsvísum Starfsmenntar. Einfalt og skemmtilegt páskaskraut.

Nýtt fréttabréf

26.03.2015

Við sendum reglulega út fréttabréf þar sem við segjum frá því hvað við erum að gera og hvað er á döfinni. Í nýjasta bréfinu segjum við frá því hvernig vefurinn getur nýst bæði stofnunum og einstaklingum við utanumhald fræðslu og símenntunar, almennu námi og nýjum námskeiðum í innleiðingu jafnlaunastaðals. Við hvetjum alla til að skrá sig til að fylgjast með.

Einfaldur og notendavænn námsvefur

18.03.2015

Nýi vefurinn okkar er ekki bara glæsilegur heldur einkar hagnýtur líka. Hér má sjá viðtal við Huldu Önnu, framkvæmdastjóra, þar sem hún útlistar virkni og notkunarmöguleika hans.

Þekkir þú Næsta skref?

12.03.2015

Næsta skref er upplýsingavefur sem inniheldur um 220 starfslýsingar, 100 námslýsingar, upplýsingar um leiðir í raunfærnimati og aðgengi að náms- og starfsráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslu.