Einfaldur og notendavænn námsvefur

18.03.2015

Nýi vefurinn okkar er ekki bara glæsilegur heldur einkar hagnýtur líka. Hér má sjá viðtal við Huldu Önnu, framkvæmdastjóra, þar sem hún útlistar virkni og notkunarmöguleika hans.

Þekkir þú Næsta skref?

12.03.2015

Næsta skref er upplýsingavefur sem inniheldur um 220 starfslýsingar, 100 námslýsingar, upplýsingar um leiðir í raunfærnimati og aðgengi að náms- og starfsráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslu.

Nýi vefurinn fauk af stað!

11.03.2015

Það er ekki hægt að segja annað en að nýi vefurinn hafi fokið í loftið með miklum látum. Í gær þegar veðrið stóð sem hæst fögnuðum við þessum áfanga með samstarfsteymi okkar hjá Advania og nágrönnum okkar hér á 5. hæðinni í Ofanleitinu. Aðrir urðu að afboða komu sína vegna veðurs. Þó við vonum að vefurinn eigi eftir að vekja jafn mikla athygli og veðrið í gær treystum við því að hann eigi eftir að nýtast betur, verði stöðugri og endist mun lengur.

Velkomin á nýjan vef

09.03.2015

Í dag opnar þessi nýi og glæsilegi vefur. Undanfarin misseri höfum við, í samstarfi við Advania, unnið að gerð hans og við vonum svo sannarlega að ykkur lítist eins vel á og okkur. Við lögðum áherslu á að vefurinn væri hagnýtur og auðveldur í notkun og myndi því nýtast öllum sem best.