EPALE - Vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu

28.05.2015

Í morgun var formleg opnun á EPALE, vefgátt fyrir fagaðila í fulllorðinsfræðslu. "Epale er vefsvæði þar sem fagfólk í fullorðinsfræðslu getur bloggað, deilt fréttum og auglýsingum um viðburði og sótt fræðsluefni í gagnabanka. Epale vefgáttin veitir aðgang að lokuðum, gagnvirkum vefsvæðum þar sem hægt er að láta álit sitt í ljós, taka þátt í umræðum og eiga frumkvæði að bloggi um ýmis viðfangsefni."

Áhugaverður fundur um stöðu kynjanna á vinnumarkaði

20.05.2015

Í morgun sóttu þær Marta, Hulda og Björg mjög áhugaverðan morgunverðarfund aðgerðahóps um launajafnrétti þar sem rætt var um og stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Meðal þess sem var rætt voru niðurstöður nýrrar rannsóknar á kynbundnum launamun, stöðu kynjanna á launamarkaði, skiptingu heimilisstarfa og framtíðaráskoranir. Hér má sjá Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytja ávarp í upphafi fundar.

Lögfræði starfsmannamála hjá ríkinu - námskeið í maí

19.05.2015

Markmiðið með námskeiðunum er að auka almenna þekkingu á reglum um ráðningar starfsmanna, starfsskyldur þeirra, breytingar á störfum og áminningar. Einnig að auka þekkingu á stjórnunarrétti vinnuveitenda og almennum siðareglum starfa. Námskeiðin eru haldin á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík í samstafi við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Við flytjum í sumar

08.05.2015

Nú byrjum við að pakka... Í sumar flytjum við starfsemi okkar í nýtt og rúmbetra húsnæði að Skipholti 50b. Við munum leigja þriðju hæð hússins, ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem við höfum búið með síðast liðin fimm ár. Þó Ofanleitið hafi þjónað okkur vel er kominn tími á breytingar og því færum við okkur í stærra húsnæði sem býður enn betri möguleika til að þjóna opinberum starfsmönnum á sviði fræðslu og mannauðsmála en þar er frábær aðstaða fyrir fundi, kennslu og vinnustofur af öllum stærðum og gerðum. Leigusali er Mark ehf. og var samningur undirritaður í síðustu viku.