Stafræna hæfnihjólið

27.11.2019

Hversu góð er stafræn hæfni þín? VR hefur opnað fyrir vefsíðuna Stafræna hæfnihjólið sem er stafrænt sjálfspróf sem allir geta farið í gegnum á netinu sér að kostnaðarlausu. *Smellið hér til að lesa meira.

Starfsmennt viðurkenndur fullorðinsfræðsluaðili

11.11.2019

Starfsmennt hlaut í byrjun nóvember 2019 viðurkenningu af hálfu Menntamálastofnunar til að annast framhaldsfræðslu. Þar með staðfestist að starfsemi Starfsmenntar uppfyllir almenn skilyrði laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011.

Kemur fjórða iðnbyltingin mér við?

04.11.2019

Töluverð umræða hefur verið í samfélaginu á síðustu mánuðum um 4. iðnbyltinguna og áhrif hennar á samfélagið. Þó nokkuð hefur verið talað um þær ógnir sem stafa af henni en minna um tækifærin sem í henni felast. En hvað felst í þessari 4. iðnbyltingu og hvaða áhrif hefur hún á opinbera starfsmenn?

Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs – þróunarverkefni

13.08.2019

Starfsmennt tekur þátt í þróunarverkefni með Fræðslumiðstöð atvinnulífs um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs. Verkefnið tekur til raunfærnimats í fjórum störfum, starf í verslun, starf fulltrúa í opinbera geiranum, móttöku á gistihúsum og þjónustu í sal. Samstarfsstofnanir Starfsmenntar í verkefninu um starf fulltrúa í opinbera geiranum eru Vinnumálastofnun og Íbúðalánasjóður.