Nýi vefurinn fauk af stað!

11.03.2015 14:09

Það er ekki hægt að segja annað en að nýi vefurinn hafi fokið í loftið með miklum látum. Í gær þegar veðrið stóð sem hæst fögnuðum við þessum áfanga með samstarfsteymi okkar hjá Advania og nágrönnum okkar hér á 5. hæðinni í Ofanleitinu. Aðrir urðu að afboða komu sína vegna veðurs.

Við vonum að vefurinn eigi eftir að vekja jafn mikla athygli og veðrið í gær en treystum við því að hann eigi eftir að nýtast betur, verði stöðugri og endist mun lengur.  

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?