Fagháskólanám í opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst

16.02.2018 10:45

Haustið 2018 verður í fyrsta sinn í boði nýtt nám í opinberri stjórnsýslu á fagháskólastigi þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt og Háskólanum á Bifröst í samvinnu við SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Verkefnið er liður í úrvinnslu bókunar með kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra um að fjölga menntunar- og starfsþróunarúrræðum fyrir ríkisstarfsmenn.

Leitað er að áhugasömum þátttakendum sem vilja vera með í tilraunakeyrslu námsins og er sú þátttaka þeim að kostnaðarlausu. 

Rétt til að sækja um eiga þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • Að taka laun skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu.
  • Að vera fastráðinn starfsmaður ríkisstofnunar og hafa gegnt starfi hjá ríkinu/stofnuninni í samtals 4 ár hið minnsta og í eigi minna en í hálfu starfi. Fæðingarorlof telst til starfstíma.
  • Að uppfylla inntökuskilyrði Háskólans á Bifröst, þ.e. hafa að lágmarki lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi af framhaldsskólastigi (3.þrep íslenska hæfnirammans).
  • Að vera tilbúin(n) til að stunda nám á hálfum hraða hið minnsta með vinnu frá haustönn 2018 til loka vorannar 2020.
    Að vera tilbúin(n) til að sækja undirbúningsnámskeið og fundi á vegum Starfsmenntar og veita endurgjöf á námið og námsferlið.

Smelltu hér til að skoða nánar og sækja um þátttöku.

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?