Rafrænt námsumhverfi

20.11.2018 13:54

Í gær urðu kaflaskil þegar fyrsta námskeiðinu var hleypt af stokkunum í nýju rafrænu námsumhverfi Starfsmenntar. Námskeiðið er hluti af þróunarverkefni Starfsmenntar og Fangelsismálastofnunar sem snýst um að setja stóran hluta Fangavarðaskólans í rafrænt umhverfi. Rafrænt námsumhverfi býður upp á mikla möguleika til endurmenntunar starfsmanna stofnana og stéttarfélaga og er þetta verkefni vonandi hið fyrsta af mörgum.

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?