Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs – þróunarverkefni

13.08.2019 14:10

Starfsmennt tekur þátt í þróunarverkefni með Fræðslumiðstöð atvinnulífs um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs. Verkefnið tekur til raunfærnimats í fjórum störfum, starf í verslun, starf fulltrúa í opinbera geiranum, móttöku á gistihúsum og þjónustu í sal. Þau viðmið sem notuð verða í matinu byggja á hæfnigreiningum og mun matsferlið fara fram á vinnustað.

Samstarfsstofnanir Starfsmenntar í verkefninu um starf fulltrúa í opinbera geiranum eru Vinnumálastofnun og Íbúðalánasjóður.

Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmyndafræði að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins. Hér á vefnum má finna upplýsingar um raunfærnimat og þau verkefni sem eru í gangi veturinn 2019-2020 hjá Starfsmennt og öðrum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum hér á landi. Þá hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífs gefið út fróðlega grein um það hvernig Svíar hafa framkvæmt raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs, sjá hér.

Þann 18. september 2019 stóðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og NVL, norrænt tengslanet um nám fullorðinna, fyrir málstofu um raunfærnimat í atvinnulífinu. Til málstofunnar var boðið fulltrúum SA, ASÍ, BSRB og þeirra fyrirtækja og stofnana sem taka þátt í verkefninu Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins sem Fræðslusjóður fjármagnar. Málstofan var haldin í tengslum við fund NVL netsins um raunfærnimat. Hér má finna frekari umfjöllun um málstofuna og nálgast glærur fyrirlesara. 

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?