Starfsmennt viðurkenndur fullorðinsfræðsluaðili

11.11.2019 11:07

Starfsmennt hlaut í byrjun nóvember 2019 viðurkenningu af hálfu Menntamálastofnunar til að annast framhaldsfræðslu. Þetta er í annað sinn sem fræðslusetrið hlýtur slíka viðurkenningu, sú fyrri var árið 2016.

Viðurkenningin gildir til þriggja ára í senn. Þar með staðfestist að starfsemi Starfsmenntar uppfyllir almenn skilyrði laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011.

Með framhaldsfræðslu er átt við  hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla.

Þetta er ekki eina viðurkenningin sem Starfsmennt hefur því í desember árið 2017 hlaut fræðslusetrið EQM vottun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs (FA) á öllum þremur sviðum gæðavottunar FA, þ.e. á sviði fræðslu, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats.

Þá þrískiptu vottun hlaut Starfsmennt fyrst fræðslu- og símenntunarmiðstöðva hér á landi. Með EQM gæðavottun er staðfest að fræðslusetrið fylgir viðurkenndum viðmiðum við þróun og framkvæmd náms fyrir fullorðna, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat auk þess að fylgja lögum og reglugerðum sem um starfsemina gilda. 

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?