Stafræna hæfnihjólið

27.11.2019 14:35

Hversu góð er stafræn hæfni þín? 

Starfsmennt vekur athygli á nýjung hjá VR. Á vefnum https://www.vr.is/um-vr/stafraen-haefni/ geta allir tekið sjálfspróf til að mæla stafræna hæfni sína.

Markmiðið er að fólk fái mat á stöðu sína og geti í kjölfarið byggt á markvissan hátt upp færni til að takast á við aukna tæknivæðingu í samfélaginu. 

Sem stendur vinnur Starfsmennt að því að hanna námskeið sem eiga að styðja einstaklinga í að efla stafræna hæfni sína miðað við þá niðurstöðu sem sjálfsprófið gefur. Verkefnið hlaut styrk úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar vorið 2019 og er stefnt að því að hafa námskeiðin tilbúin með vorinu.

Vísir.is tók viðtal við Selmu Kristjánsdóttur, sérfræðing hjá VR, um Stafræna hæfnihjólið, sjá HÉR.

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?