Breytingar á starfsemi Starfsmenntar vegna Covid-19

16.03.2020 11:31

Skrifstofu Starfsmenntar í Skipholti hefur verið lokað um sinn frá og með 16.mars 2020 og starfsmenn vinna heiman að frá sér.

Við svörum fyrirspurnum í síma 550 0060, einnig má senda tölvupóst á smennt@smennt.is, spjalla við okkur í netspjalli hér á síðunni eða hafa samband á samfélagsmiðlum. Ef ná þarf í einstaka starfsmann þá eru netföngin hér.

Í takti við samkomubann heilbrigðisráðherra verður staðbundnum námskeiðum frestað en við bendum á vefnámskeiðin okkar sem eru opin áfram.

Hægt verður að óska eftir viðtali hjá náms- og starfsráðgjafa en áhersla er lögð á veflæg samskipti eða samskipti í síma. Þá má spjalla við ráðgjafa á Facebook undir Einstaklingsráðgjöf Fræðslusetrið Starfsmennt.

Við hvetjum alla okkar samstarfsaðila og þátttakendur til að nota síma, samfélagsmiðla og tölvupóst ef leita þarf til okkar og óskum öllum góðs gengis í þessum fordæmalausu aðstæðum.

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?