Námslok félagsliða færast af 2.þrepi yfir á 3.þrep

28.04.2020 11:24

Í frétt á vef stjórnarráðsins kemur fram að námslok félagsliða verða færð af 2. þrepi íslenska hæfnirammans um menntun yfir á 3.þrep. Þetta er gert til að koma til móts við þær auknu kröfur sem gerðar eru til starfsins.

Félagsliðar starfa innan velferðar- og heildbrigðisþjónustu, á öldrunarheimilum og við endurhæfingu í heimahúsum og felst starf þeirra í að veita félagslegan stuðning. Með breytingunni er stefnt að því að félagsliðar axli meiri ábyrgð á stjórnun, framkvæmd og eftirliti með félagslegri umönnun og geti miðlað flóknari upplýsingum til fjölbreyttari hópa.

Stefnt er að því að kennsla skv. endurskoðaðri námskrá verði í boði strax haustið 2020 en ný námskrá er sem stendur í staðfestingarferli. Þá segir einnig í frétt ráðuneytisins að verið sé að endurskrifa starfstengda námskrá innan framhaldsfræðslunnar með tilliti til samfellu í námi og mati á hæfni.

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?