Starfsemin frá og með 4. maí nk.

29.04.2020 18:03

Almennt

Skrifstofan í Skipholti verður opin á hefðbundnum opnunartíma frá og með 4.maí 2020.

Handspritt eru á salernum, í almannarými þar sem fólk matast og á hverri starfsstöð.

Hvatt er til reglubundins handþvottar og eru leiðbeiningar á salernum.

Þrif á vinnustað eru áfram í umsjón verktaka. Starfsfólk þrífur áhöld, búnað, handföng o.þ.h. eftir þörfum.

Starfsfólk haldi sig heima, finni það fyrir flensu eða kveflíkum einkennum.

Námskeið og önnur þjónusta

Einstaklingsráðgjöf (náms- og starfsráðgjöf) verður í boði og er skoðað hverju sinn hvaða form hentar best (viðtal á vef, í síma eða á skrifstofu Starfsmenntar).

Námskeið verða haldin í húsnæði Starfsmenntar í Skipholti þó með þeim takmörkunum að ekki verða fleiri en 10-12 þátttakendur hverju sinni til að halda 2ja metra reglunni (sjá leiðbeiningar MRN um skólastarf eftir 4.maí).

Áfram verður leitast við að bjóða upp á námskeið og fyrirlestra í fjarnámi.

Reglur um fjarlægð

Þar sem áður voru tveir starfsmenn á skrifstofu verður aðeins einn til að halda 2ja metra reglunni, annar þeirra starfsmanna flytur vinnustöð sína á lausa skrifstofu.

Halda skal ferðalögum á vegum Starfsmenntar, bæði innanlands sem og erlendis, í lágmarki og leitast við að nota fjarfundabúnað í staðinn.

Leitast er við að halda fjarfundi í stað staðbundinna funda. Ef halda þarf fund í húsnæði Starfsmenntar skal virða 2ja metra regluna eins og kostur er.

Viðskiptavinum er bent á að nota rafræna miðla, tölvupóst, síma og netspjall frekar en að koma í húsnæði Starfsmenntar.

Starfsfólk hafi kost á að vinna fjarvinnu að heiman eftir því sem verkefni og starfsemi leyfa.

Til baka
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?