Þjónandi forysta

13.06.2019

Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til Roberts Greenleaf sem skrifaði um hana í kringum 1970. Í þjónandi forystu er fyrst og fremst horft til þess að þjóna fyrst og leiða síðan. Reyndar hefur því verið haldið fram að þjónandi forysta hafi verið til frá alda öðli en það sé fyrst með skrifum Greenleafs sem hún hafi tekið á sig form. Einkenni þeirra sem tileinka sér þjónandi forystu eru...

Raunfærnimat á móti námskrá Háskólabrúar Keilis

21.05.2019

Árið 2018 bauð fræðslusetrið Starfsmennt í samvinnu við Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, tvívegis upp á raunfærnimat á móti kröfum Háskólabrúar Keilis. Þetta verkefni var liður í að mæta þeim hópi fólks á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu framhaldsskólanámi og hafði það markmið að stytta leið þeirra til lokaprófs af Háskólabrú Keilis. Verkefnið hlaut styrk úr Fræðslusjóði, sjóði framhaldsfræðslunnar, og var það unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífs (FA) og aðferðafræði FA um framkvæmd raunfærnimats fylgt í þaula.

Að vera í takt við tímann - um ábyrgð á eigin starfsþróun

03.04.2019

Fyrir um ári eða tveimur síðan sá ég heimildarþátt um lokun síðustu kolanámuverksmiðja í Þýskalandi. Þar var rætt við fimmtugan karlmann, sem hafði hafið störf í verksmiðjunni sextán ára gamall og aldrei unnið við neitt annað. Það sem blasti nú við þessum manni á besta aldri var að hefja töku eftirlauna og að því ert virtist leggja kapal og reykja það sem eftir var. Hann hvorki kunni né þekkti neitt annað, pabbi hans og afi höfðu báðir verið kolanámumenn og sama gilti að því er virtist um allt hans nærumhverfi. Þarna var um jafnaldra minn að ræða, kornungan manninn fannst mér. Fjórða iðnbyltinging eða stafræna byltingin hefur vakið upp miklar umræður um menntun og þjálfun starfsmanna enda gríðarlega mikilvægt í samfélagi nútímans að þekking og hæfni sé í takt við tímann. Greinin birtist í blaði Sameykis í mars 2019.

Starfsmannasamtöl

09.01.2019

Á nýju ári og með hækkandi sól fara margir að huga að árlegum starfsmannasamtölum. Starfsmannasamtöl eru trúnaðarsamtöl milli starfsfólks og næsta yfirmanns þar sem tækfæri gefast til að fara yfir ábyrgð, starfssvið, starfsþróun, frammistöðu og líðan í starfi. Þessar upplýsingar eru dýrmætar við þróun mannauðsmála, fræðsluáætlana og geta eflt enn frekar uppbyggingu heilbrigðs starfsumhverfis. Starfsmannasamtöl skulu vera uppbyggileg, gagnrýnin og umfram allt gagnleg því er til mikils er að vinna með vönduðum starfsmannasamtölum.