Fjarvinna - nokkur góð ráð

30.03.2020

Núna þegar fjöldinn allur af fólki vinnur í fjarvinnu sökum kórónaveirufaraldursins þá höfum við tekið saman nokkur atriði sem geta aðstoðað við að finna taktinn heima.

Kemur fjórða iðnbyltingin mér við?

04.11.2019

Töluverð umræða hefur verið í samfélaginu á síðustu mánuðum um 4. iðnbyltinguna og áhrif hennar á samfélagið. Þó nokkuð hefur verið talað um þær ógnir sem stafa af henni en minna um tækifærin sem í henni felast. En hvað felst í þessari 4. iðnbyltingu og hvaða áhrif hefur hún á opinbera starfsmenn?

T-VET 4.0

16.10.2019

Fræðslusetrið Starfsmennt er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu Transforming VET to 4.0 skammstafað T- VET 4.0. Verkefnið er styrkt af Erasmus+, menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið lýtur að þeim áskorunum sem starfsmenntun og kennarar innan starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu standa frammi fyrir í tengslum við hæfnikröfur fjórðu iðnbyltingarinnar.

Námskeið í Finnlandi – stafræn miðlun og ráðgjöf

15.10.2019

Starfsmennt hlaut styrk frá Erasmus+, styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþóttamál úr flokknum KA1 sem stendur fyrir fullorðinsfræðslu. Í starfsþróunaráætlun Starfsmenntar er lögð áhersla á að starfsmenn kynni sér enn frekar stafræna miðlun og ráðgjöf. Styrkurinn gerir starfsmönnum Starfsmenntar kleift að sækja sér starfs- og endurmenntun á þessu sviði og ekki síst efla samstarfsnet sitt erlendis.