Kemur fjórða iðnbyltingin mér við?

04.11.2019

Töluverð umræða hefur verið í samfélaginu á síðustu mánuðum um 4. iðnbyltinguna og áhrif hennar á samfélagið. Þó nokkuð hefur verið talað um þær ógnir sem stafa af henni en minna um tækifærin sem í henni felast. En hvað felst í þessari 4. iðnbyltingu og hvaða áhrif hefur hún á opinbera starfsmenn?

T-VET 4.0

16.10.2019

Fræðslusetrið Starfsmennt er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu Transforming VET to 4.0 skammstafað T- VET 4.0. Verkefnið er styrkt af Erasmus+, menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið lýtur að þeim áskorunum sem starfsmenntun og kennarar innan starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu standa frammi fyrir í tengslum við hæfnikröfur fjórðu iðnbyltingarinnar.

Námskeið í Finnlandi – stafræn miðlun og ráðgjöf

15.10.2019

Starfsmennt hlaut styrk frá Erasmus+, styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþóttamál úr flokknum KA1 sem stendur fyrir fullorðinsfræðslu. Í starfsþróunaráætlun Starfsmenntar er lögð áhersla á að starfsmenn kynni sér enn frekar stafræna miðlun og ráðgjöf. Styrkurinn gerir starfsmönnum Starfsmenntar kleift að sækja sér starfs- og endurmenntun á þessu sviði og ekki síst efla samstarfsnet sitt erlendis.

Þjónandi forysta

13.06.2019

Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til Roberts Greenleaf sem skrifaði um hana í kringum 1970. Í þjónandi forystu er fyrst og fremst horft til þess að þjóna fyrst og leiða síðan. Reyndar hefur því verið haldið fram að þjónandi forysta hafi verið til frá alda öðli en það sé fyrst með skrifum Greenleafs sem hún hafi tekið á sig form. Einkenni þeirra sem tileinka sér þjónandi forystu eru...