Jólastressið – er það lögmál?

19.11.2018

Nú er aðventan á næsta leiti og við vitum öll að desember er ekki bara kertaljós og kósýheit heldur einnig mikill álagstími. Það þarf að vinna fullan vinnudag, undirbúa hátíðina með innkaupum, jólapakkastússi og einhverjir baka smákökur fyrir jólin. Það er oft engu líkara en að allir þurfi að hittast í desember til að eiga saman góða stund, vinahópar, vinnustaðahópar, fjölskylda, saumaklúbbar og allir hinir. Svo eru það jólatónleikarnir og mögulega föndrið og / eða aðventustundir á leikskólanum eða í skólanum með börnunum. Það eru jafnvel verkefni í vinnunni sem þarf að ljúka við áður en hægt er að fara í jólafrí, uppgjör eða undirbúningur verkefna nýs árs og allt í einu er sólarhringurinn orðinn of stuttur fyrir allt sem þarf að gera.

Starfsánægja og vellíðan á vinnustaðnum

07.11.2018

Líðan fólks á vinnustaðnum hefur mikið að segja um frammistöðu þess og heilsu líkt og fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á. Einnig hefur komið fram að ef starfsmaður á góðan vin á vinnustaðnum þá hefur það mjög jákvæð áhrif á líðan viðkomandi. En hver ber ábyrgð á líðan fólks á vinnustaðnum? Einhverjir gætu sagt að stjórnendur beri ábyrgð á líðan starfsfólks á vinnustaðnum, sem er að hluta til rétt. Stjórnendur slá tóninn og skapa rammann fyrir vinnustaðamenninguna. Það er hinsvegar starfsfólkið sem fyllir inn í þennan ramma með því sem það leggur til samskiptanna.

Íslenski hæfniramminn

07.11.2018

Hæfniramma um íslenska menntun er ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Hann hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að auka gagnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hinsvegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa.