Kulnun

13.12.2018

Mikið hefur verið rætt og ritað um kulnun undanfarna mánuði og ekki að ástæðulausu. Komið hefur fram í almennri umræðu að svo virðist sem kulnun sé að aukast meðal starfsfólks. Kulnun er ástand sem ber að taka alvarlega þar sem það hefur víðtæk áhrif á einstaklinginn sem og vinnustaðinn.

Jólastressið – er það lögmál?

19.11.2018

Nú er aðventan á næsta leiti og við vitum öll að desember er ekki bara kertaljós og kósýheit heldur einnig mikill álagstími. Það þarf að vinna fullan vinnudag, undirbúa hátíðina með innkaupum, jólapakkastússi og einhverjir baka smákökur fyrir jólin. Það er oft engu líkara en að allir þurfi að hittast í desember til að eiga saman góða stund, vinahópar, vinnustaðahópar, fjölskylda, saumaklúbbar og allir hinir. Svo eru það jólatónleikarnir og mögulega föndrið og / eða aðventustundir á leikskólanum eða í skólanum með börnunum. Það eru jafnvel verkefni í vinnunni sem þarf að ljúka við áður en hægt er að fara í jólafrí, uppgjör eða undirbúningur verkefna nýs árs og allt í einu er sólarhringurinn orðinn of stuttur fyrir allt sem þarf að gera.