Hver erum við?

Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar og mannauðseflingar. Þjónustan er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Við sköpum samstarfsvettvang starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags.

Hlutverk Starfsmenntar

  • Bjóða opinberum starfsmönnum víðtæka möguleika til menntunar og þroska.
  • Aðstoða stjórnendur við mótun vinnustaðamenningar og starfsumhverfis sem miða að því að auka ánægju og hvatningu í starfi.

Framtíðarsýn Starfsmenntar er að vera leiðandi starfsmenntar- og ráðgjafamiðstöð og eftirsóknarverður samstarfsaðili í viðleitni opinberra stofnana til að efla fagmennsku og færni í starfi og í að skapa uppbyggilegt og hvetjandi vinnuumhverfi.

Þjónusta Fræðslusetursins Starfsmenntar á sviði fræðslu, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats hefur hlotið vottun frá Fræðslumiðstöð atvinnulífs um gæði í fræðslustarfi (EQM) og Starfsmennt er viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili skv. lögum um framhaldsfræðslu 27/2010.

Við bjóðum frábæra aðstöðu til funda- og námskeiðahalds í húsakynnum okkar að Skipholti 50b, 3.hæð. Þægileg aðkoma og næg bílastæði.
 

Helstu upplýsingar

Fræðslusetrið Starfsmennt er til húsa á þriðju hæð, Skipholti 50b, 105 Reykjavík.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-16. 

Góð aðstaða er fyrir fundarhöld og vinnuaðstaða  er fyrir litla og stóra hópa. Námskeið eru ýmist haldin hjá okkur, fræðsluaðilum, á vinnustöðum, símenntunarmiðstöðvum eða skólum um land allt.

Hafa samband