Aðildarfélög Starfsmenntar
Fræðslusetrið Starfsmennt er í eigu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og flestra stéttarfélaga ríkisstarfsmanna innan BSRB. Nám og þjónusta setursins er öllum opinberum starfsmönnum sem eru félagsmenn eftirtalinna stéttarfélaga að kostnaðarlausu sem hluti af kjarasamningsbundnum réttindum og flest almenn námskeið eru opin öðrum gegn gjaldi. 

 Aðildarfélögin má sjá hér fyrir neðan en ýmsar sjálfseignastofnanir eiga einnig aðild að setrinu. Þrír mannauðssjóðir bæjarstarfsmannafélaga, Mannauðssjóður Kjalar,Mannauðssjóður Samflotsins og Mannauðssjóður KSG  hafa gert samninga um fullan aðgang starfsmanna að námi og þjónustu okkar. Þá hefur setrið gert samninga við 
Ríkismennt og Sveitamennt, fræðslusjóði innan Starfsgreinasambandsins, um greiðslu fyrir stofnana- og starfsgreinanám. Þá má sækja um starfsþróunarstyrki til Starfsþróunarsetur háskólamanna til að standa straum af kostnaði félagsmanna í BHM.

 Nánari upplýsingar um rétt til náms og þjónustu er hægt að fá á „Mínum síðum“ og með því að hafa samband við okkur.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins 

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi 

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum 

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi

Félag starfsmanna stjórnarráðsins

Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu

SFR Stéttarfélag í almanna þjónustu *

Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu 

Starfsmannafélag Fjallabyggðar 

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar 

Starfsmannafélag Garðabæjar 

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar 

Starfsmannafélag Húsavíkur 

Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar 

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar **

Starfsmannafélag Suðurnesja 

Starfsmannafélag Vestmannaeyja 


*Allir félagsmenn SFR, óháð vinnustað, eiga fullan rétt hjá Starfsmennt. 

**Einungis ríkisstarfsmenn og þeir sem eru starfsmenn  Akranesskaupstaðar, Seltjarnarness, Dvalarheimilisins Höfða, Innheimtustofnunar sveitafélaga og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins geta sótt námskeið og þjónustu Starfsmenntar sér að kostnaðarlausu.

Starfsmenn í fæðingarorlofi og þeir sem fá greiddar atvinnuleysisbæturþurfa að greiða fyrir þátttöku í námi að ríkisstarfsmönnum og félagsmönnum SFR undanskildum.