Ráðgjafi að láni

Ráðgjafi að láni er þjónusta sem Starfsmennt býður stofnunum og felst í henni ráðgjöf og stuðningur á sviði mannauðseflingar. Leitast er við að sérsníða þjónustuna að þörfum stofnunar en flest verkefni hafa snúist um að greina hæfnikröfur starfa, fræðsluþarfir starfsfólks og starfsmannahópa og aðstoða við að setja upp aðgerðaráætlun fræðslu (fræðsluáætlun). Flestar opinberar stofnanir geta nýtt sér þjónustuna og er gerður samningur um hvert verkefni fyrir sig.

Þessa stofnanir eru meðal þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Ráðgjafa að láni:

  • Sýslumannsembættin
  • Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
  • Fríhöfnin
  • Dómstólasýslan
  • Hljóðbókasafnið
  • Reykjavíkurborg

Reynsla sýslumanna af Ráðgjafa að láni.

Enn fleiri stofnanir nýta sér þjónustu Starfsmenntar á sviði stofnananáms þar sem Starfmennt heldur utan um nám og fræðslu fyrir starfsfólk. 

Hafðu samband til að heyra meira um Ráðgjafa að láni eða stofnananám!