Þróunarverkefni

Starfsmennt hefur frumkvæði að og tekur þátt í margskonar þróunar- og samstarfsverkefnum sem miða að því að vinna að nýjungum og styrkja innleiðingu verkefna á sviði fræðslu og mannauðseflingar. Algengustu samstarfsverkefnin eru unnin með stofnunum við greiningar á hæfnikröfum starfa, fræðsluþörfum starfsmanna og starfshópa og uppsetningu, hönnun og framkvæmd fræðslu og starfstengdra námsleiða. 

Starfsmennt tekur einnig þátt í norrænum og  evrópskum samstarfsverkefnum sem lúta að þróun fullorðinsfræðslu og framkvæmd náms í starfsumhverfi.