Com(m) on-line

Samstarfsaðilar
Katholiek Onderwijs Vlaanderen, Belgíu
Centrum voor volwassenenonderwijs Kisp, Belgíu (verkefnisstjóri)
Escuela Oficial de Idiomas de Santa Cruz de Tenerife, Spáni
Zetva na znaenje, Makedóníu
Scottish Wider Access Programme West SCIO, Skotlandi
Fræðslumiðstöð atvinnulífs, Íslandi
Verktími
2020-2022
Verknúmer
Erasmusplussamningur nr. / Agreement nr. 2020-1-BE02-KA204-074661

Starfsmennt er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu  Com(m)-online: Creating, guiding and coaching professional learning communities in an online learning environment. Verkefnið hefur það markmið að styðja við stafræna færni og kennslufræðilega þekkingu þeirra sem vinna í fullorðinsfræðslu. 

Fjarkennsla, vefkennsla og vendikennsla kalla á breytta aðferðafræði sem er nauðsynlegt að þekkja og eins og kórónaveiran hefur kennt okkur er nauðsynlegt fyrir kennara og leiðbeinendur í fullorðinsfræðsu að vera vel tæknifærir og skilja hvaða kennslufræði og aðferðafræði miðlunar hentar efni og aðstæðum hverju sinni. 

Verkefnið er styrkt af Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins.

Transforming VET to 4.0 

Samstarfsaðilar
Savon koulutuskuntayhtymä, Finnlandi
ROC de Leijgraaf, Hollandi
Staatsinstitut für Schulqualität und Bildungsforschung, Þýskalandi (verkefnisstjóri)
Industrie- und Handelskammer für München und Oberbayern, Þýskalandi
Berufskolleg Werther Brücke, frá Wuppertal, Þýskalandi
Verktími
2019-2021
Verknúmer
Erasmusplussamningur nr. / Agreement nr. 2018-1-DE02-KA202-005158

Starfsmennt er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu Transforming VET to 4.0 skammstafað T- VET 4.0. Verkefnið er styrkt af Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið lýtur að þeim áskorunum sem starfsmenntun og kennarar innan starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu standa frammi fyrir í tengslum við hæfnikröfur 4.iðnbyltingarinnar.

Samstarfsaðilar munu deila reynslu sinni og þekkingu og skoða sérstaklega þróun í kennsluaðferðum og verkfærum sem nýta má í kennslu og námi bæði innan formlegs náms, óformlegs náms og vinnustaðanáms.

Fylgist með á heimasíðu verkefnisins www.tvet40.eu og á Twitter undir myllumerkinu #TVE

Þróun mannauðs hjá Starfsmennt

Samstarfsaðilar
Erasmusplus - landskrifstofa menntaáætlunar ESB
Verktími
2019-2021
Verknúmer
Erasmusplussamningur nr. / Agreement nr. 2019-1-IS01-KA104-051093

Starfsmennt hlaut styrk frá Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins úr flokknum KA1 sem stendur fyrir fullorðinsfræðslu. Í starfsþróunaráætlun Starfsmenntar er lögð áhersla á að starfsmenn kynni sér enn frekar stafræna miðlun og ráðgjöf. Styrkurinn gerir starfsmönnum Starfsmenntar kleift að sækja sér starfs- og endurmenntun á þessu sviði og ekki síst efla samstarfsnet sitt erlendis.

Sólborg Alda Pétursdóttir verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt sótti fyrsta námskeiðið sem fjallaði um  rafræna ráðgjöf hjá Háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi.

You Dig IT

Samstarfsaðilar
Internetcafe ZwischenSchritt ASB Wien Wohnen- und Soziale Dienst gGmbH frá Austurríki
Novi Iskar Generation Y frá Búlgaríu
Friesland College / FC Sprint2 frá Hollandi (verkefnisstjóri)
Oefenen frá Hollandi
AIM Agency for Interculture and Mobility frá Ítalíu
Institut für technologieorientierte Frauenbildung e.V. frá Þýskalandi
Verktími
2017-2019
Verknúmer
Erasmusplussamningur nr./Agreement nr. 2017-1-NL01-KA204-035230

Starfsmennt tók þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu You Dig IT, How to deal with digital tools in 21st century education for low skilled adults. Verkefnið er styrkt af Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins og gengur út á að skoða minnst 10 rafræn verkfæri (smáforrit/öpp) sem nýst geta í námi og kennslu og þjálfa leiðbeinendur í notkun þeirra.

Á vef verkefnisins má finna upplýsingar um forritin sem voru prófuð.