Starfsmennt býður stofnunum sérsniðin námskeið í samræmi við fræðsluþörf, stefnu og framtíðarsýn. Hver stofnun fær sína gátt þar sem finna má lista yfir slík námskeið en einnig námskeið sem stofnunin hefur óskað eftir að vekja sérstaka athygli á meðal síns starfsfólks.

Félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar og samstarfssjóða greiðir ekki fyrir þátttöku í námskeiðunum. Sjá nánari umfjöllun um greiðsluþátttöku.

Lestu meira um þjónustu Starfsmenntar við stofnanir eða hafðu samband við okkur.