
Aðildarfélög
Starfsmennt er í eigu fjármála- og efnahagsráðuneytis og ýmissa stéttarfélaga innan BSRB. Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfsaðila að kostnaðarlausu en ýmis námskeið eru opin öðrum gegn gjaldi.
Ríkisstarfsfólk í aðildarfélögum BSRB
Starfsfólk ríkisstofnana sem jafnframt er félagsfólk í eftirtöldum stéttarfélögum innan BSRB á beina aðild og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt þar sem samið hefur verið um greiðslur í kjarasamningum:
|
|
Félagsfólk Sameykis sem starfar hjá Reykjavíkurborg eða sjálfseignarstofnunum
Starfsfólk Reykjavíkurborgar og ýmissa sjálfseignarstofnana, sem jafnframt er félagsfólk í Sameyki, á beina aðild á grundvelli kjarasamninga og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt.
Félagsfólk bæjarstarfsmannafélaga og Starfsgreinasambandsins (SGS)
Samið hefur verið um fullan aðgang að námi, fræðslu og annarri þjónustu á vettvangi Starfsmenntar fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga, sem jafnframt á rétt hjá eftirtöldum sjóðum:
Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna
Samið hefur verið um fullan aðgang að námi og fræðslu á vettvangi Starfsmenntar fyrir starfsfólk ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana, sem jafnframt á rétt hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna. Þau sem falla hér undir þurfa að velja greiðsluseðil við skráningu á námskeið og setja kennitölu Starfsþróunarseturs sem greiðanda. Kennitala Starfsþróunarseturs er 500611-0730.
ATH! Ekki er nóg að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá hvert aðildarfélagið er. Um er að ræða félagsfólk í eftirtöldum aðildarfélögum:
- Dýralæknafélag Íslands
- Félag geislafræðinga
- Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
- Félag íslenskra félagsvísindamanna
- Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
- Félag íslenskra náttúrufræðinga
- Félag leikstjóra á Íslandi
- Félag lífeindafræðinga
- Félag sjúkraþjálfara
- Félagsráðgjafafélag Íslands
- Fræðagarður
- Iðjuþjálfafélag Íslands
- Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
- Ljósmæðrafélag Íslands
- Prestafélag Íslands
- Sálfræðingafélag Íslands
- Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
- Stéttarfélag lögfræðinga
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Félagsfólk í Sameyki í fæðingarorlofi og atvinnulausir
Starfsfólk í fæðingarorlofi og þau, sem fá greiddar atvinnuleysisbætur, þurfa að greiða fyrir þátttöku í námi að undanskildu ríkisstarfsfólki og félagsfólki í Sameyki (áður SFR) .
Nánari upplýsingar um rétt til náms og þjónustu er í vissum tilvikum hægt að fá á „Mínum síðum“ eða með því að hafa samband.