
Aðildarfélög
Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og er það hluti af kjarasamningsbundnum réttindum. Ýmis námskeið hjá Starfsmennt eru opin öðrum gegn gjaldi.
Fræðslusetrið Starfsmennt er í eigu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og eftirtalinna stéttarfélaga ríkisstarfsmanna innan BSRB:
|
|
Félagsmenn Sameykis
Námskeið Starfsmenntar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu sem starfa hjá Akraneskaupstað, Ás styrktarfélagi, Dvalarheimilinu Höfða, Fríhöfn, HNLFÍ, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Isavia, Klettabæ, Matís, Rarik, Ríkisstofnunum, RÚV, Seltjarnarnesbæ, SFV, sjálfseignastofnununum, Skálatúni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Vinakoti
Þeir félagsmenn sem starfa hjá Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Strætó geta kannað hvort þeir geti sótt um starfsmenntunarstyrk fyrir námskeiðunum, sjá nánar um úthlutunarreglur.
Í ársbyrjun 2022 bættust við félagsmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg geta þeir nú sótt námskeið hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt sér að kostnaðarlausu, en þá tók gildi bókun 5 í kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.
Samningar við mannauðs- og starfsmenntasjóði
Starfsmennt hefur gert samninga við eftirtalda mannauðs- og starfsmenntasjóði:
- Mannauðssjóður Kjalar, fullur aðgangur að námi og þjónustu
- Mannauðssjóður Samflots, fullur aðgangur að námi og þjónustu
- Mannauðssjóður KSG, fullur aðgangur að námi og þjónustu
- Ríkismennt og Sveitamennt, fræðslusjóðir SGS félaga, fullur aðgangur að stofnana- og starfsgreinanámi
- Starfsþróunarsetur háskólamanna, aðgangur háður takmörkunum
Starfsmenn í fæðingarorlofi og atvinnulausir
Starfsmenn í fæðingarorlofi og þau, sem fá greiddar atvinnuleysisbætur, þurfa að greiða fyrir þátttöku í námi að ríkisstarfsmönnum og félagsmönnum sem eru í Sameyki (áður SFR) undanskildum.
Nánari upplýsingar um rétt til náms og þjónustu er hægt að fá á „Mínum síðum“ og með því að hafa samband.