
Aðildarfélög
Fræðslusetrið Starfsmennt er í eigu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og eftirtalinna stéttarfélaga ríkisstarfsmanna innan BSRB:
- Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
- Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
- Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
- FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
- Félag starfsmanna stjórnarráðsins
- Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Sameyki (félagsmenn, sem áður tilheyrðu SFR, óháð vinnustað, eiga fullan rétt hjá Starfsmennt. Einnig félagsmenn sem áður tilheyrðu Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og eru ríkisstarfsmenn, starfsmenn Akranesskaupstaðar, Seltjarnarness, Dvalarheimilisins Höfða, Innheimtustofnunar sveitarfélaga eða Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.)
- Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu
- Starfsmannafélag Fjallabyggðar
- Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Starfsmannafélag Húsavíkur - Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja
Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og er það hluti af kjarasamningsbundnum réttindum. Ýmis námskeið hjá Starfsmennt eru opin öðrum gegn gjaldi.
Auk ríkisstofnana eiga ýmsar sjálfseignastofnanir aðild að setrinu á grundvelli kjarasamninga við Sameyki.
Starfsmennt hefur gert samninga við eftirtalda mannauðs- og starfsmenntasjóði:
- Mannauðssjóður Kjalar, fullur aðgangur að námi og þjónustu
- Mannauðssjóður Samflots, fullur aðgangur að námi og þjónustu
- Mannauðssjóður KSG, fullur aðgangur að námi og þjónustu
- Ríkismennt og Sveitamennt, fræðslusjóðir SGS félaga, fullur aðgangur að stofnana- og starfsgreinanámi
- Starfsþróunarsetur háskólamanna, aðgangur háður takmörkunum
Starfsmenn í fæðingarorlofi og þau sem fá greiddar atvinnuleysisbætur þurfa að greiða fyrir þátttöku í námi að ríkisstarfsmönnum og félagsmönnum sem eru í Sameyki (áður SFR) undanskildum.
Nánari upplýsingar um rétt til náms og þjónustu er hægt að fá á „Mínum síðum“ og með því að hafa samband.