.png?proc=pageImage)
Ráðgjafi að láni
Ráðgjafi að láni aðstoðar stofnanir við að greina hæfnikröfur starfa og fræðsluþarfir, setja upp starfsþróunaráætlun og koma henni í framkvæmd.
Afurðir ráðgjafavinnu geta verið:
- Skýr mynd af hæfnikröfum starfa
- Skýr mynd af fræðsluþörfum starfsmanna og stofnunar
- Fræðsluáætlun til eins til tveggja ára
Hvaða stofnanir geta óskað eftir ráðgjöf?
Starfsmennt er samstarf fjármála- og efnahagsráðuneytisins og flestra stéttarfélaga í BSRB um starfstengda símenntun og fræðslu. Í ársbyrjun 2022 gerðist Reykjavíkurborg aðili að Starfsmennt vegna starfsmanna sem eru félagsmenn í Sameyki.
Í þeim tilvikum, sem starfsmenn eru félagsmenn í einhverju af aðildarfélögum Starfsmenntar, þá er þjónustan stofnun og starfsmönnum að kostnaðarlausu. Hvað aðra starfsmenn varðar, þá aðstoðar Starfsmennt stofnanir við að finna hugsanlegar fjármögnunarleiðir m.a. hjá starfsmenntasjóðum. Stofnun ber þó alltaf ábyrgð á styrkumsókn í aðra sjóði.
Við upphaf verkefnis er farið yfir eftirfarandi atriði:
- Hvert er markmið verkefnisins og hverju á það að skila stofnuninni og starfsmönnum hennar?
- Hver er tímaramminn?
- Hvernig skiptist fjármögnunin eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna?
- Hver er tengiliður verkefnisins?
- Hvernig verður eftirfylgni háttað?
Gerður er samningur um hvert verkefni fyrir sig þar sem áætluð afurð, verktími og kostnaður eru tilgreind.