Fræðslan er ætluð trúnaðarmönnum Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Hlutverk trúnaðarmanna er margþætt og mikilvægt að þau sem gegna þessu hlutverki sæki námskeið og fræðslu til að viðhalda og auka við hæfni sína.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sameykis um trúnaðarmenn.

 

Fjallað verður um launamyndandi þætti út frá stofnanasamningum ríkisstofnana og starfsmati sveitarfélaga.
Hefst:
25. janúar 2022
Kennari:
Guðmundur Freyr Sveinsson og Stefanía Jóna Nielsen
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið

Á námskeiðinu er farið í gegnum lykilþætti varðandi vellíðan í leik og starfi, mikilvægi samskipta og einkenni jákvæðrar vinnustaðemenningar.
Hefst:
25. febrúar 2022
Kennari:
Sigríður Hulda Jónsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið

Á síðustu árum hafa sprottið upp samfélagsbylgjur þar sem konur greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Meðal þeirra spurninga sem reynt verður að svara á námskeiðinu er hvert hlutverk stéttarfélaga og verkalýðshreyfingarinnar sé í þessari baráttu og hvernig stéttarfélög geti tekist á við einstök mál sem upp koma.
Hefst:
09. mars 2022
Kennari:
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið

Fjallað verður um jafnrétti út frá breiðu sjónarhorni með megináherslu á innflytjendur. Horft verður á jafnrétti með tilliti til fötlunar, kynvitundar, aldurs, kynþáttar/litarháttar o.s.frv.
Hefst:
17. mars 2022
Kennari:
Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru fræðslu- og rannsóknarseturs
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið

Fjallað verður um og farið yfir hugtökin, birtingarmyndir og viðbrögð. Sérstaklega verður fjallað um og rætt hlutverk trúnaðarmannsins í þessu samhengi. Ræddar verða forvarnir og stefna vinnustaðar, ferlar í málum sem þessum og leitast við að varpa skýru ljósi á þennan viðkvæma og mikilvæga málaflokk.
Hefst:
07. apríl 2022
Kennari:
Þórkatla Aðalsteinsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Námskeið