Fræðslan er ætluð trúnaðarmönnum Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Hlutverk trúnaðarmanna er margþætt og mikilvægt að þau sem gegna þessu hlutverki sæki námskeið og fræðslu til að viðhalda og auka við hæfni sína.

Trúnaðarmannafræðsla Sameykis er í samvinnu við Félagsmálaskóla alþýðu og er allar nánari upplýsingar að finna á vef Sameykis um trúnaðarmenn.


Rannsóknir hafa sýnt að næst mesti streituvaldurinn í vinnunni er að reyna að samræma atvinnu og einkalíf. Á námskeiðinu verður farið í að draga fram þau gildi sem þátttakendum finnast skipta miklu máli bæði í starfi og einkalífi og hvernig hægt er að samræma þær kröfur sem vinnan, fjölskyldan og samfélagið gera, ekki síst á tímum Covid 19.
Hefst:
10. mars 2021
Kennari:
Ingrid Kuhlman
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnámskeið

Á námskeiðinu verður farið í hvað felst í skapandi og gagnrýnni hugsun og hvernig þetta tvennt styður við lausn hinna ýmsu verkefna, getur auðveldað starfið og gert það skemmtilegra.
Hefst:
17. mars 2021
Kennari:
Birna Dröfn Birgisdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnámskeið

Fjallað verður um hvað felst í gagnrýnni hugsun, hvað er átt við með henni og hvernig beitum við henni.
Hefst:
24. mars 2021
Kennari:
Henry Alexander Henrysson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnámskeið