Starfsmennt býður reglulega upp á námskeið fyrir þau sem starfa við framlínu-, skrifstofu og þjónustustörf hjá stofnunum. Hér að neðan má finna námskeið á döfinni. 

Ef þig vantar frekari upplýsingar eða þú ert með ábendingar til okkar hvetjum við þig til að hafa samband.

Skoða öll námskeið      |      Skoða upplýsingatækninámskeið      |     Skoða þjónustunámskeið     |     Starfsþróunarráðgjöf

Á þessu námskeiði verður fjallað um mikilvægi uppbyggjandi vinnustaðamenningar og leitast við að skapa meðvitund um það hvernig hvert og eitt getur haft áhrif á þróun hennar. Námskeiðið er aðeins fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða og er þeim að að kostnaðarlausu. Aðrir geta skráð sig hjá Endurmenntun HÍ.
Hefst:
30. september 2024
Kennari:
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Fjallað er um hvernig á að veita afbragðsþjónustu í gegnum síma. Kennd eru ýmis gagnleg ráð til að hafa samtöl faglegri og um leið hnitmiðaðri. Farið er yfir tækni sem má nota í samskiptum við erfiða einstaklinga í síma. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
16. október 2024
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
18.500 kr.
Tegund:
Vefnám

Fjallað er um alla helstu lykilþætti sem þarf að hafa í huga í tölvupóstsamskiptum. Einnig er fléttað inn í námskeiðið samskiptum í gegnum netspjall. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
16. október 2024
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
18.500 kr.
Tegund:
Vefnám

Í þremur örþjálfunarmyndböndum er sýnt hvernig líkamstjáning og raddbeiting hafa áhrif á samskipti með það að markmiði að gera þau árangursríkari. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
Hefst:
16. október 2024
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
22.100 kr.
Tegund:
Vefnám

Fjallað er um hvernig bregðast má við erfiðum og óánægðum viðskiptavinum. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
Hefst:
16. október 2024
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
18.500 kr.
Tegund:
Vefnám

Á námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar tekið er á móti erlendum gestum. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
Hefst:
16. október 2024
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
18.500 kr.
Tegund:
Vefnám

In this course you will learn the things that are important when serving tourists in general and identify the common characteristics associated with individual nationalities. The course is free of charge for members of the unions belonging to Starfsmennt and cooperative funds.
Hefst:
16. október 2024
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
18.500 kr.
Tegund:
Vefnám