Mannauðstengd málefni

Starfsmennt birtir ýmis konar efni sem tengist mannauðsstjórnun og mannauðseflingu. Stofnunum er frjálst að nota efnið að vild, breyta og gera að sínu. 

Mannauðurinn er hryggjarstykkið
Starfsmenn mynda þann mannauð sem gæði og framkvæmd þjónustu opinberra stofnana byggist á. Í mannauðnum felst sú hæfni sem starfsmenn búa yfir og skiptir mannauðurinn því sköpum til að stofnun geti rækt hlutverk sitt eins og henni ber skv. lögum. 

Mannauðsstjórnun er einn lykillinn að velgengni stofnana, þar sem sjónum er beint að vinnustaðnum, fólkinu og mannlegum samskiptum. Grunnur að framúrskarandi starfi stofnana er starfsfólkið sem þar vinnur og með hvaða hætti það er virkjað og hvatt til dáða.

Stefnumiðuð mannauðsstjórnun
Markviss mannauðsstjórnun gengur út á að samþætta starfsmannastefnu og þjónustustefnu stofnunar. Þjónustustefna stofnunar ætti að eiga beina tilvísun í lög og reglur sem um hana gilda, enda byggir stofnunin tilvist sína á þeim. Allar ákvarðanir um starfsmannamál eru teknar með hliðsjón af áætlunum og stefnu stofnunar. Markmiðið er að í hverju rúmi sé valinn maður, sem býr yfir réttu hæfninni til að sinna starfinu á bestan mögulegan máta.

Efni um mannauðsmál