Starfsmennt greiðir ferða- og dvalarstyrki til félagsmanna aðildarfélaga, sem sækja nám á vegum setursins utan heimabyggðar. Markmiðið er að auðvelda þátttöku í námi óháð búsetu. 

 • Akstur greiðist til einstaklinga sem nemur 1/4 af akstursgjaldi eins og það er reiknað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni.
 • Kílómetragjald reiknast frá ystu bæjarmörkum sbr. vef Vegagerðarinnar.
 • Ekki er greiddur ferðakostnaður á stór-höfuðborgarsvæðinu.
 • 15 km verða að vera á milli ystu marka bæjarfélaga.
 • Ef margir ferðast saman má framselja einstaklingsrétt til eiganda bílsins.
 • Ávallt ber að velja ódýrasta mögulegan ferðamáta, akstur eða flug. Þannig er ætlast til að námsmenn panti flug með fyrirvara ef kostur er á. Skila þarf inn flugmiða með umsókn og í einstaka námsleiðum verður sett þak á verð flugfargjalda.
 • Ef námsleið er kennd í fjarnámi eða dreifnámi ber að velja þann kost umfram staðbundið nám.
 • Skila þarf inn áætlun um ferðakostnað ef fara þarf fleiri en 7 ferðir á önn til að sækja nám.
 • Greitt er fyrir gistingu þegar sækja þarf námskeið um langan veg. Stuðningurinn miðast við eins manns herbergi og greiðist kr. 14.060 pr. nótt gegn framvísun kvittunar á nafni þátttakanda. Ef aðrir gistimöguleikar eru valdir er veittur styrkur kr. 5.400 án framvísunar kvittunar.
 • Greiddur er styrkur í Vaðlaheiðargöng eins og ferð kostar skv. afsláttarkjörum fyrir 10 miða samkvæmt veggjald.is. Frá hausti 2019 er greitt fyrir ferð fram og til baka kr. 2500 fyrir aðildarfélaga. Aðrar reglur geta gilt hjá öðrum fræðslu- og mannauðssjóðum sem setrið hefur samið við.
 • Sækja verður um ferða- og dvarlarstyrk á sama námsári og nám er stundað.