Í gáttinni er að finna námskeið sem eru valin í samvinnu við stofnunina. Markmiðið með námskeiðunum er að auka hæfni starfsfólks, bæta frammistöðu, auka sjálfsöryggi þess og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Fyrir hverja?
Námskeið sem eru merkt stofnuninni eru aðeins ætluð starfsfólki hennar. Önnur námskeið eru valin úr almennu námsframboði Starfsmenntar.

Hver greiðir?
Sjóðir eða stofnanir greiða fyrir þátttöku á námskeið sem eru merkt stofnuninni. Um önnur námskeið gilda almennar reglur um greiðsluþátttöku.

Hvernig á að skrá sig?

  1. Smelltu á plúsinn eða nafn námskeiðsins.
  2. Smelltu á Upplýsingar og skráning.
  3. Smelltu á Skrá mig.
  4. Skráðu kennitöluna þína og smelltu á Áfram.
  5. Veldu að skrá þig inn með lykilorði eða rafrænum skilríkjum.
  6. Staðfestu skráninguna.

Að þessu loknu berst þér tölvupóstur frá okkur sem staðfestir skráningu þína á námskeið. Tölvupósturinn gæti lent í ruslpóstinum svo kíktu þangað ef þig er farið að lengja eftir staðfestingu. Hafðu endilega samband ef þig vantar aðstoð!

Skoðaðu öll námskeið Starfsmenntar      |      Viltu spjalla við náms- og starfsráðgjafa?

Á námskeiðinu verður m.a. farið í hvað felst í tímaþjófnaði, frestun, skipulagningu og áætlanagerð, fundum og fundarstjórn, að segja nei, jákvæðu hugarfari og sjálfstjórn. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélöga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en Skatturinn greiðir fyrir aðra.
Hefst:
07. desember 2023
Kennari:
Ingrid Kuhlman
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Grunnurinn í Excel fyrir þau sem vilja kynnast forritinu og nýta það á markvissan hátt. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélöga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en Skatturinn greiðir fyrir aðra.
Hefst:
16. janúar 2024
Kennari:
Bjartmar Þór Hulduson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnám

Á námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar tekið er á móti erlendum gestum. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélöga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en Skatturinn greiðir fyrir aðra.
Hefst:
24. janúar 2024
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnám

Fjallað er um lykilatriði í þjónustu almennt svo sem þjónustulund, samskipti og lausnamiðaða nálgun hvers konar verkefna sem upp koma. Þáttur móttöku í að skapa ímynd stofnunar er dreginn fram og rætt um hvaða framkoma hentar á hverjum stað. Unnið er með leiðir til að takast á við erfiða viðskiptavini. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélöga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en Skatturinn greiðir fyrir aðra.
Hefst:
08. febrúar 2024
Kennari:
Sigríður Hulda Jónsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Framhaldsnámskeið fyrir þau sem vilja bæta við færni sína og kunnáttu á Excel. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélöga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en Skatturinn greiðir fyrir aðra.
Hefst:
05. mars 2024
Kennari:
Bjartmar Þór Hulduson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Vefnám