Námskeiðin eru ætluð þeim sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Markmiðið er að þátttakendur fái betri innsýn inn í framkvæmd launavinnslu og rammaverk kjarasamninga og starfsmannamála hjá ríki og sveitarfélögum. Einnig er fjallað um mannauðsmál hjá hinu opinbera, meðferð persónuupplýsinga og hæfniþróun starfsfólks.

Námskeiðin byggja m.a. á námi sem var þróað í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar og hét Launaskólinn.

Fjallað er um vinnufyrirkomulag, skipulag vinnutímans og tilfallandi vinnu með tilliti til reglna um lágmarkshvíld, einkum daglegs hvíldartíma og vikulegs hvíldardags. Jafnframt er fjallað um fráviksheimildir frá lágmarkshvíldinni sem og frítökurétt. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
07. maí 2024
Kennari:
Guðrún Jónína Haraldsdóttir
Verð:
16.250 kr.
Tegund:
Streymi

Farið er yfir forsendur launagreiðslna og hvernig laun eru reiknuð í launakerfi ríksins ásamt uppgjöri við starfslok. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
14. maí 2024
Kennari:
Guðrún Jónína Haraldsdóttir
Verð:
13.000 kr.
Tegund:
Streymi