Námskeiðin eru ætluð þeim sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Markmiðið er að þátttakendur fái betri innsýn inn í framkvæmd launavinnslu og rammaverk kjarasamninga og starfsmannamála hjá ríki og sveitarfélögum. Einnig er fjallað um mannauðsmál hjá hinu opinbera, meðferð persónuupplýsinga og hæfniþróun starfsfólks.

Námskeiðin byggja m.a. á námi sem var þróað í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar og hét Launaskólinn.

Fjallað er um helstu þætti í aðferðafræði mannauðsstjórnunar, birtingarmynd starfsmannastefnu hins opinbera í kjarasamningum og lögum en einnig hvernig aðferðafræðin nýtist stjórnendum opinberra stofnana til að skapa gott andrúmsloft og heilsusamlegt starfsumhverfi. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélöga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
Hefst:
08. janúar 2024
Kennari:
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Verð:
36.000 kr.
Tegund:
Vefnám