Starfsmennt býður reglulega upp á námskeið og námslínur fyrir einstaklinga sem starfa við innkaup, bókhald eða fjármál stofanana svo sem viðurkenndur bókari og Launaskólinn. Launaskólinn sem fer af stað að hausti en þátttakendur geta skráð sig á námskeið hvenær sem er yfir árið.
Skoða öll námskeið | Skoða upplýsingatækninámskeið | Skoða þjónustunámskeið | Starfsþróunarráðgjöf
Áhugasviðsgreining og viðtal við náms- og starfsráðgjafa er valnámskeið og stendur þeim til boða sem eru í Launaskólanum. Er um að ræða samtal við náms- og starfsráðgjafa, áhugasviðsgreiningu og viðtal í kjölfarið varðandi túlkun og möguleika fyrir viðkomandi.
Hægt er að ræða við ráðgjafa í síma, í ráðgjafarými Starfsmenntar eða á fjarfundi á Teams. Tími námskeiðs/viðtals er auglýstur 20. mars 2023 en dagur og tími er að eigin vali í samráði við ráðgjafa sem mun hafa samband við þig.
Hefst:
31. mars 2023
Kennari:
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Viðburður
Reglurnar um rétt vegna veikinda og slysa eru teknar fyrir. Óvinnufærniskilyrðið er skoðað sérstaklega og farið yfir atriði eins og tilkynningarskyldu starfsmanns, læknisvottorð, rétt til launaðra fjarvista/veikindadaga, heimild til að vinna skert starf (hlutaveikindi) og skilyrði fyrir endurkomu í starf eftir lengri veikindi (starfshæfnisvottorð). Þá er fjallað um rétt til slysatryggingar vegna varanlegrar örorku og dánarbóta.
Hefst:
08. maí 2023
Kennari:
Sara Lind Guðbergsdóttir
Verð:
27.500 kr.
Tegund:
Fjarnám