Laun og vinnutími hjá hinu opinbera

Fjallað er um megingrundvöll launaútreikninga, þ.e. vinnutíma starfsmanna. Farið yfir lykilatriði í því efni, s.s. vinnutímaskipulagið, dagvinnutímabil, neysluhlé og starfshlutfall, sem og tengd atriði eins og yfirvinnu, álagsgreiðslur og sérstaka frídaga. Áhersla er lögð á hefðbundna dagvinnu á mánaðarlaunum.

Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:

  • Gagnkvæmar skyldur aðila (laun í stað vinnuframlags)
  • Vinnutímaskipulag (dagvinna, vaktavinna, annað)
  • Starfshlutfall
  • Daglegur vinnutími og/eða mánaðarleg vinnuskylda (lykiltölur)
  • Dagvinnutímabil skv. kjarasamningi
  • Betri vinnutími (stytting vinnuvikunnar og matar- og neysluhlé)
  • Yfirvinna og álagsgreiðslur
  • Útköll og eyðuákvæði
  • Sérstakir frídagar
  • Launasetning - Reykjavíkurborg og ríkið (starfsmat og stofnanasamningar)
  • Fæðisfé
  • Persónuuppbætur
  • Ráðningarform/uppsagnarfrestur
  • Veikindaréttur (laun í veikindum)
  • Orlof og fyrning orlofs

Hæfniviðmið

Að kunna skil á helstu reglum um vinnutíma, skipulag hans og önnur atriði sem ráða því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar launaútreikningum

Að auka færni til að vinna með vinnutímaforsendur dagvinnufólks

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    16. september 2025 kl. 9 - 12 og 18. september frá kl. 9 - 11. Skráning þarf að berast tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    5 klst.
  • Umsjón
    Jenný Þórunn Stefánsdóttir, lögfræðingur hjá Sameyki
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    35.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem koma að starfsmanna- og kjaramálum
Skráning á þetta námskeið hefst 05. 08 2025 kl 09:00
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
16.09.2025Laun og vinnutími09:0012:00Jenný Þórunn Stefánsdóttir
18.09.2025Laun og vinnutími09:0011:00Jenný Þórunn Stefánsdóttir