Tæknilæsi og tölvufærni - vinnuumhverfi samtímans
Um er að ræða sex sjálfstæð námskeið sem eru ætluð þeim sem vilja skilja nýjustu tækni betur hvort sem eru byrjendur eða lengra komnir. Engin skylda er að taka öll námskeiðin og þau eru án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar. Ef þú óttast að ná ekki að halda í við tæknibreytingar þá ættirðu að skoða þessi námskeið og skrá þig strax í dag!

Ávinningur þátttakenda:

  • Þú öðlast trú á eigin getu til að nota upplýsingatækni í starfi og skilur betur möguleika ýmissa stafrænna verkfæra.
  • Þú eflir hjá þér tölvufærni og tæknilæsi sem eru mikilvægir hæfniþættir í nútíma vinnuumhverfi bæði á almenna markaðnum og hjá opinberum stofnunum.

Námskeiðin eru: 

  • Tæknifærni og tæknilæsi – Viltu skilja tæknina betur? 
  • Stýrikerfi – Viltu stilla tækin eftir þínum þörfum?
  • Skýjalausnir – Hvernig virka þær?
  • Sjálfvirkni og gervigreind – Viltu láta tæknina vinna fyrir þig?
  • Öryggisvitund – Viltu skilja betur ógnir og öryggismál?
  • Fjarvinna og fjarnám – Vertu enn betri í að nýta þér möguleikana!

Námskeiðin eru án kostnaðar fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar.

Félagsmenn Sameykis athugið!
Námskeið Starfsmenntar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu sem starfa hjá Akraneskaupstað, Ás styrktarfélagi, Dvalarheimilinu Höfða, Fríhöfn, HNLFÍ, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Isavia, Klettabæ, Matís, Rarik, Ríkisstofnunum, RÚV, Seltjarnarnesbæ, SFV, sjálfseignastofnununum, Skálatúni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Vinakoti

Þeir félagsmenn sem starfa hjá Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Strætó geta kannað hvort þeir geti sótt um starfsmenntunarstyrk fyrir námskeiðunum, sjá nánar um útlutunarreglur.

Í ársbyrjun 2022 munu félagsmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg geta sótt námskeið hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt sér að kostnaðarlausu, en þá tekur gildi bókun 5 í kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.

Stafræn hæfni er lykilhæfni
Stafræn hæfni er einn af lykilhæfniþáttum sem einstaklingur þarf að búa yfir til að sýna fulla virkni á vinnumarkaði, í námi og í samfélaginu almennt. Umfjöllun um stafræna hæfni

Eru allar fréttir réttar?
Hefst:
06. október 2021
Kennari:
Elfa Ýr Gylfadóttir frkv.stj. Fjölmiðlanefndar
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Viðburður

Ef þú vilt skilja tækni og hugbúnað betur þá er þetta námskeið fyrir þig! Þátttakendur fá kynningu á hvernig vélbúnaður og hugbúnaður vinna saman. Fjallað verður um hvað þarf að hafa í huga þegar búnaðurinn er valinn svo hann samræmist þörfum notanda. Einnig verður farið í vistun og afritun gagna og hvernig eigi að bregðast við ef hugbúnaðurinn tilkynnir um villu. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
11. október 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
49.500 kr.
Tegund:
Námskeið

Ef þú vilt skilja tækni og hugbúnað betur þá er þetta námskeið fyrir þig! Þátttakendur fá kynningu á hvernig vélbúnaður og hugbúnaður vinna saman. Fjallað verður um hvað þarf að hafa í huga þegar búnaðurinn er valinn svo hann samræmist þörfum notanda. Einnig verður farið í vistun og afritun gagna og hvernig eigi að bregðast við ef hugbúnaðurinn tilkynnir um villu. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
12. október 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
49.500 kr.
Tegund:
Námskeið

Finndu það sem þú leitar að á netinu!
Hefst:
20. október 2021
Kennari:
Irma Hrönn Martinsdóttir upplýsingafræðingur
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Viðburður

Á námskeiðinu fá þátttakandur kynningu á helstu stýrikerfum, hlutverki þeirra og tengingu við tæki. Farið verður í stillingar á notendaviðmóti og hvernig þátttakandi getur stillt viðmót í samræmi við sínar þarfir. Fjallað verður um aðgangsstýringar, uppfærslur og hvernig stýrikerfi vinna saman. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
20. október 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Á námskeiðinu fá þátttakandur kynningu á helstu stýrikerfum, hlutverki þeirra og tengingu við tæki. Farið verður í stillingar á notendaviðmóti og hvernig þátttakandi getur stillt viðmót í samræmi við sínar þarfir. Fjallað verður um aðgangsstýringar, uppfærslur og hvernig stýrikerfi vinna saman. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
21. október 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Ef þú vilt skilja betur hvaða möguleikar felast í skýjalausnum þá er þetta námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu færðu kynningu á skýjalausnum t.d. hvernig hægt er að vinna saman á sameiginlegu svæði, hvernig skjölum og gögnum er deilt, hvað útgáfusaga skjala merkir og eins verður farið í aðgangsstýringar og öryggismál. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
27. október 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
49.500 kr.
Tegund:
Námskeið

Ef þú vilt skilja betur hvaða möguleikar felast í skýjalausnum þá er þetta námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu færðu kynningu á skýjalausnum t.d. hvernig hægt er að vinna saman á sameiginlegu svæði, hvernig skjölum og gögnum er deilt, hvað útgáfusaga skjala merkir og eins verður farið í aðgangsstýringar og öryggismál. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
28. október 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
49.500 kr.
Tegund:
Námskeið

Á námskeiðinu verður farið á einfaldan hátt í hvað sjálfvirkni og gervigreind eru og hvernig tæknin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Mörg dæmi verða tekin um hvernig hægt er að nýta sjálfvirknina m.a. til að hagræða og flýta fyrir okkur í vinnunni. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
08. nóvember 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Á námskeiðinu verður farið á einfaldan hátt í hvað sjálfvirkni og gervigreind eru og hvernig tæknin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Mörg dæmi verða tekin um hvernig hægt er að nýta sjálfvirknina m.a. til að hagræða og flýta fyrir okkur í vinnunni. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
09. nóvember 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Hver eru réttindi mín í stafrænum heimi?
Hefst:
11. nóvember 2021
Kennari:
Helga Grethe Kjartansdóttir lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Viðburður

Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þætti varðandi öryggismál í upplýsingatækni og hvernig best er að fylgja öryggisreglum. Námskeiðinu er ætlað að auka vitund og þekkingu á ógnum og hvaða aðgerðir er hægt að nota til að tryggja öryggi. Netöryggi, öryggi vafra, tölvupósta, öryggisstillingar beina (Router) og öryggismál nettengdra tækja eru allt hluti af efni námkeiðsins. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
15. nóvember 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þætti varðandi öryggismál í upplýsingatækni og hvernig best er að fylgja öryggisreglum. Námskeiðinu er ætlað að auka vitund og þekkingu á ógnum og hvaða aðgerðir er hægt að nota til að tryggja öryggi. Netöryggi, öryggi vafra, tölvupósta, öryggisstillingar beina (Router) og öryggismál nettengdra tækja eru allt hluti af efni námkeiðsins. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
16. nóvember 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Á námskeiðunu verður fjallað um hvað ber að hafa í huga þegar fjarvinna, fjarfundir og fjarnám eru skipulögð m.a. hvaða tæki, hugbúnaður og samskiptatól eru notuð. Áhersla er lögð á skipulag fjarvinnu og fjarnáms með það að markmiði að þátttakandi geti nýtt aðferðir og tæki sem best. Einnig verður farið yfir umgengnisreglur og fundamenningu. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
22. nóvember 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Á námskeiðunu verður fjallað um hvað ber að hafa í huga þegar fjarvinna, fjarfundir og fjarnám eru skipulögð m.a. hvaða tæki, hugbúnaður og samskiptatól eru notuð. Áhersla er lögð á skipulag fjarvinnu og fjarnáms með það að markmiði að þátttakandi geti nýtt aðferðir og tæki sem best. Einnig verður farið yfir umgengnisreglur og fundamenningu. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Hefst:
23. nóvember 2021
Kennari:
Hermann Jónsson
Verð:
33.000 kr.
Tegund:
Námskeið

Láttu ekki hakka þig!
Hefst:
24. nóvember 2021
Kennari:
Valdimar Óskarsson frkv.stj. Syndis
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Viðburður