Transforming VET to 4.0

Samstarfsaðilar
Savon koulutuskuntayhtymä, frá Kuopio, Finnlandi
ROC de Leijgraaf, frá Veghel, Hollandi
Staatsinstitut für Schulqualität und Bildungsforschung, frá München, Þýskalandi (verkefnisstjóri) Industrie- und Handelskammer für München und Oberbayern, frá München, Þýskalandi Berufskolleg Werther Brücke, frá Wuppertal, Þýskalandi
Verktími
2019-2021
Verknúmer
Erasmusplussamningur nr. / Agreement nr. 2018-1-DE02-KA202-005158

Starfsmennt er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu Transformin VET to 4.0 skammstafað T- VET 4.0. Verkefnið er styrkt af Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið lýtur að þeim áskorunum sem starfsmenntun og kennarar innan starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu standa frammi fyrir í tengslum við hæfnikröfur 4.iðnbyltingarinnar.

Samstarfsaðilar munu deila reynslu sinni og þekkingu og skoða sérstaklega þróun í kennsluaðferðum og verkfærum sem nýta má í kennslu og námi bæði innan formlegs náms, óformlegs náms og vinnustaðanáms.

Fylgist með á heimasíðu verkefnisins www.tvet40.eu og á Twitter undir myllumerkinu #TVET40

Þróun mannauðs hjá Starfsmennt

Samstarfsaðilar
Erasmusplus - landskrifstofa menntaáætlunar ESB
Verktími
2019-2021
Verknúmer
Erasmusplussamningur nr. / Agreement nr. 2019-1-IS01-KA104-051093

Starfsmennt hlaut styrk frá Erasmus+, styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþóttamál úr flokknum KA1 sem stendur fyrir fullorðinsfræðslu. Í starfsþróunaráætlun Starfsmenntar er lögð áhersla á að starfsmenn kynni sér enn frekar stafræna miðlun og ráðgjöf. Styrkurinn gerir starfsmönnum Starfsmenntar kleift að sækja sér starfs- og endurmenntun á þessu sviði og ekki síst efla samstarfsnet sitt erlendis.

Fyrsta námskeiðið sem sótt var á þessu sviði var vikuna 12. – 16. ágúst en þá fór Sólborg Alda Pétursdóttir verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt á námskeið í rafrænni ráðgjöf hjá Háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi. Sjá frekari umfjöllun um námskeiðið hér.

You Dig IT

Samstarfsaðilar
Internetcafe ZwischenSchritt ASB Wien Wohnen- und Soziale Dienst gGmbH frá Austurríki
Novi Iskar Generation Y frá Búlgaríu
Friesland College / FC Sprint2 frá Hollandi (verkefnisstjóri)
Oefenen frá Hollandi
AIM Agency for Interculture and Mobility frá Ítalíu
Institut für technologieorientierte Frauenbildung e.V. frá Þýskalandi
Verktími
2017-2019
Verknúmer
Erasmusplussamningur nr./Agreement nr. 2017-1-NL01-KA204-035230

Starfsmennt tók þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu You Dig IT, How to deal with digital tools in 21st century education for low skilled adults. Verkefnið er styrkt af Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins og gengur út á að skoða minnst 10 rafræn verkfæri (smáforrit/öpp) sem nýst geta í námi og kennslu og þjálfa leiðbeinendur í notkun þeirra.

Á vef verkefnisins má finna upplýsingar um forritin sem voru prófuð.