Fræðslusetrið Starfsmennt hlaut í janúar 2022 endurnýjun á EQM gæðavottun fræðsluaððila frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. EQM gæðaviðmiðin eru sérstaklega hönnuð fyrir fræðsluaðila utan formlega skólakerfisins og ná til þriggja meginsviða:

1. Hönnun og framkvæmd náms

2. Náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna

3. Raunfærnimat

Fræðslumiðstöð atvinnulífs er vottunaraðili EQM á Íslandi. Gæðaviðmið vottunarinnar er að finna hér.

Starfsmennt hefur einnig hlotið viðurkenningu Menntamálastofnunar sem viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili skv. lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.