Starfsmennt logo

Hvað vilt þú læra?

Við bjóðum fjölbreytt úrval náms, bæði styttri námskeið og lengri námsleiðir, sem efla starfshæfni og nýtast í lífi og starfi. Námið er allt skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða starfi. 

Við skiptum náminu hjá okkur í flokka eftir því hverjir geta sótt það. 

 

Allt nám er öllum aðildarfélögum okkar opið endurgjaldslaust en öðrum er bent á endurgreiðslur stéttarfélaga. 

 

Ráðgjafaþjónusta

Við veitum opinberum stofnunum heildstæða þjónustu á sviði mannauðs- og starfsþróunarmála ásamt því að veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum.

Þjónustan skiptist í:

Ráðgjafar okkar vinna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk, koma til móts við þarfir stofnanir og einstaklinga með sérsniðnum úrræðum og kappkosta að veita sveigjanlega, hagnýta og faglega mannauðsþjónustu.

Þjónustan er stofnunum að kostnaðarlausu að því gefnu að hún nýtist félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar. Þá hafa einnig verið gerðir samstarfssamningar við fræðslu- og mannauðssjóði annarra stéttarfélaga og  stofnunum þannig auðvelduð heildstæð nálgun á ráðgjafavinnunna.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um hvernig ráðgjafa- og mannauðsþjónustan getur nýst þér. 

Hvaða rétt á ég?  

Öll þjónusta Starfsmenntar er opinberum starfsmönnum í stéttarfélögum sem eiga aðilda að setrinu að kostnaðarlausu. Þeir sem standa utan aðildar geta þó sótt "Nám fyrir alla" gegn gjaldi, en við bendum á að flest stéttarfélög bjóða styrki og/eða endurgreiðslur vegna þátttöku í námi. Þar sem réttindi eru mjög mismunandi milli stéttarfélaga bendum við þátttakendum á að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Aðildarfélagar okkar geta séð hvaða rétt þeir eiga hjá Starfsmennt með því að skrá sig inn á "Mínar síður". Við hvetjum fólk til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna og ef upplýsingar þar reynast ekki réttar. Aðildarfélagar í fæðingarorlofi og þeir sem fá greiddar atvinnuleysisbætur þurfa að greiða fyrir þátttöku í námi að ríkisstarfsmönnum og félagsmönnum SFR undanskildum. 

Starfsmennt starfar á grundvelli bókunar í kjarasamningum og er ætlað að sinna heildstæðri þjónustu á sviði starfstengdrar símenntunar og mannauðseflingar fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Ríkissjóður leggur fram 0,25% viðbótarframlag við heildarlaun allra aðildarfélaga. Einnig hafa verið gerðir samningar við mannauðssjóði Samflots, Kjalar og KSG, Ríkismennt og Sveitamennt sem greiða fyrir þátttöku sinna aðildarfélaga. 

Aðildarfélög Starfsmenntar 


Ferða- og dvalarstyrkir

Búseta á ekki að vera hindrun í námi. Því geta þeir aðildarfélagar okkar sem þurfa að sækja námskeið utan sinnar heimabyggðar sótt um ferða- og dvalarstyrki. Greitt er fyrir ferðakostnað og gistingu. Sótt er um með rafrænu umsóknareyðublaði. 


Nánari upplýsingar og umsókn. Tækifæri til náms

Gildi símenntunar hefur margsannað sig. Hlutverk Starfsmenntar er að bjóða opinberum starfsmönnum starfstengt nám og tækifæri til starfsþróunar. Allt nám á okkar vegum er aðildarfélögum að kostnaðarlausu. Flest stéttarfélög greiða einnig fyrir aðgengi að námi með styrkjum til einstaklinga og stofnana.

Starfsþróun og raunfærni

Starfsþróun felur í sér framgang í starfi, breytt verkefni og áherslur. Símenntun og markviss starfsþróunarstefna eru lykillinn að farsælli starfsþróun. Hluti af þessu getur einnig verið raunfærnimat starfsmanna þar sem reynsla og þekking eru metin á móti hæfnikröfum starfa. Margir sjóðir stéttarfélaga veita styrki til starfsþróunar. Yfirfærsla réttinda

Félagsaðild í stéttarfélögum tryggir ákveðin réttindi. Þar sem þau byggjast upp yfir tíma geta þau verið mismikil og þau færast almennt ekki milli stéttarfélaga nema með sérstökum samningum. Við hvetjum alla til að kanna stöðu og rétt til menntunar og námsstyrkja hjá sínu stéttarfélagi. 

Samstarfsverkefni  

Starfsmennt hefur frumkvæði að og tekur þátt í margskonar þróunar- og samstarfsverkefnum sem miða að því að vinna að nýjungum og styrkja innleiðingu verkefna á sviði menntunar og mannauðs. Algengustu samstarfsverkefnin eru unnin með stofnunum við hönnun náms og starfstengdra námsleiða. Þá greinum við hæfnikröfur starfa og eigum nú orðið öflugan þekkingargrunn þar að lútandi.  

Við tökum einnig þátt í norrænum og  evrópskum samstarfsverkefnum sem lúta að þróun fullorðinsfræðslu og náms. 

Raunfærnimat til styttingar á Háskólabrú Keilis

17.09.2018

Nú í haust munu Fræðslusetrið Starfsmennt og Keilir bjóða raunfærnimat í nokkrum greinum Háskólabrúar fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Þeir sem standast raunfærnimatið geta stytt leiðina til lokaprófs af Háskólabrú Keilis. Ef þú ert 23 ára eða eldri, með samtals þriggja ára almenna starfsreynslu og hefur lokið að lágmarki 70 einingum úr framhaldsskóla gætirðu átt erindi í raunfærnimat. Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. október kl. 17:00 hjá Starfsmennt í Skipholti 50b, Reykjavík.

You Dig IT - erlent samstarfsverkefni styrkt af Erasmus plus

04.07.2018

Starfsmennt tekur þátt í evrópska samstarfsverkefninu You Dig IT, How to deal with digital tools in 21st century education for low skilled adults sem gengur út á að skoða og prófa rafræn verkfæri (smáforrit/öpp) til notkunar í kennslu og námi.

Fagháskólanám í opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst

16.02.2018

Haustið 2018 verður í fyrsta sinn í boði nýtt nám í opinberri stjórnsýslu á fagháskólastigi þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt og Háskólanum á Bifröst í samvinnu við SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Verkefnið er liður í úrvinnslu bókunar með kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra um að fjölga menntunar- og starfsþróunarúrræðum fyrir ríkisstarfsmenn.

Að byggja upp gott félagslegt vinnuumhverfi

05.01.2017

Hér eru tvö frábær myndbönd sem við unnum með Vinnueftirlitinu, Forvarnir og viðbrögð við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í myndböndunum fjallar Svava Jónsdóttir um einelti og áreitni á vinnustöðum og hvernig skuli byggja upp gott félagslegt vinnuumhverfi. Það er einnig hægt að lesa sér til um málið í þessum tveimur bæklingum sem gefnir voru út nýverið.

Námskeið framundan

Öll námskeið

Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur

Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur

Stund25. feb. 2019

Mánudaginn 25. feb. kl. 13:00 - 16:00.

Setja í dagatal
Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur

Markhópur25. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .

Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur

Staðsetning25. feb. 2019

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur

Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur25. feb. 2019

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á gerð verklagsreglna en einnig verður farið inn á hvernig best er að setja upp önnur skjöl gæðakerfis s.s. vinnulýsingar, eyðublöð og gátlista. Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 7.feb. kl.10:00.

Skráning/Skoða nánar

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

Stund26. feb. 2019

26. febrúar. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.

Setja í dagatal
PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

Markhópur26. feb. 2019

Námskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem vilja koma efni á framfæri á lifandi og skemmtilegan hátt.

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

Staðsetning26. feb. 2019

Vefnámskeið.

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið26. feb. 2019

PowerPoint er öflugt verkfæri til að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn, s. s. glærur, litskyggnur, námsgögn og skjásýningar. Námskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem þurfa að flytja mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt og/eða koma efni á framfæri.

Skráning/Skoða nánar

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Stund26. feb. 2019

Þri. 26. feb. kl. 13:00 - 16:30.

Setja í dagatal
Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Markhópur26. feb. 2019

Námskeiðið hentar almennum millistjórnendum, s.s. vaktstjórum, liðstjórum og hópstjórum í öllum tegundum fyrirtækja.

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Staðsetning26. feb. 2019

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans26. feb. 2019

Námskeiðið fjallar um alla helstu þætti í stjórnun starfsmanna á vinnustað og fá þátttakendur tækifæri til að tengja ólík hlutverk við sín eigin störf. Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 8. feb. kl.10:00.

Skráning/Skoða nánar

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Stund27. feb. 2019

Miðvikudagurinn 27. febrúar kl. 9:15 - 12:15.

Setja í dagatal
Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Markhópur27. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Staðsetning27. feb. 2019

Guðrúnartún 1, fyrsta hæð (Bárubúð).

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi27. feb. 2019

Fjallað verður um hagnýt ráð og aðferðir til að takast á við sviðsskrekk, efla samskiptafærni og koma fram af öryggi. Þetta er tilvalið fyrir þá sem þurfa starfs eða stöðu sinna vegna að koma fram og halda ræður eða kynningar.

Skráning/Skoða nánar

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

Stund26. feb. 2019

26. febrúar. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.

Setja í dagatal
PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

Markhópur26. feb. 2019

Námskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem vilja koma efni á framfæri á lifandi og skemmtilegan hátt.

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

Staðsetning26. feb. 2019

Vefnámskeið.

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið

PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnámskeið26. feb. 2019

PowerPoint er öflugt verkfæri til að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn, s. s. glærur, litskyggnur, námsgögn og skjásýningar. Námskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem þurfa að flytja mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt og/eða koma efni á framfæri.

Skráning/Skoða nánar

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Stund26. feb. 2019

Þri. 26. feb. kl. 13:00 - 16:30.

Setja í dagatal
Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Markhópur26. feb. 2019

Námskeiðið hentar almennum millistjórnendum, s.s. vaktstjórum, liðstjórum og hópstjórum í öllum tegundum fyrirtækja.

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Staðsetning26. feb. 2019

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans26. feb. 2019

Námskeiðið fjallar um alla helstu þætti í stjórnun starfsmanna á vinnustað og fá þátttakendur tækifæri til að tengja ólík hlutverk við sín eigin störf. Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 8. feb. kl.10:00.

Skráning/Skoða nánar

Breytt starfsmannasamtöl

Breytt starfsmannasamtöl

Stund05. mar. 2019

Þri. 5. mars kl. 13:00 - 17:00

Setja í dagatal
Breytt starfsmannasamtöl

Markhópur05. mar. 2019

Hentar stjórnendum, millistjórnendum, hópstjórum og hverjum þeim sem fást við stjórnun mannauðs, ferla og mótun menningar.

Breytt starfsmannasamtöl

Staðsetning05. mar. 2019

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Breytt starfsmannasamtöl

Breytt starfsmannasamtöl05. mar. 2019

Á þessu námskeiði verður farið yfir breyttar áherslur í mati á frammistöðu og velgengni og rýnt í hvernig erlendir og íslenskir vinnustaðir hafa þróað þennan málaflokk áfram hjá sér. Farið verður yfir nýja sýn, væntingar og ávinning. Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 15. feb. kl.10:00.

Skráning/Skoða nánar

Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám

Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám

Stund06. mar. 2019

Kennsla hefst miðvikudaginn 6. mars og lýkur laugardaginn 13. apríl. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar.

Setja í dagatal
Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám

Markhópur06. mar. 2019

Eingöngu fyrir félagsmenn Starfsmenntar sem vilja auka við þekkingu sína í reikningshaldi.

Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám

Staðsetning06. mar. 2019

Endurmenntun Háskóla Íslands að Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám

Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám06. mar. 2019

Námið er einkum ætlað þeim sem ekki hafa starfað við færslu bókhalds en vilja auka við þekkingu sína í reikningshaldi. Einnig fyrir þá sem hyggjast sækja undirbúningsnám til viðurkenningar bókara og vilja rifja upp kunnáttu sína í bókhaldi og dýpka þekkingu sína. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar, sjá nánar í lýsingu.

Skráning/Skoða nánar

Hafnarfjörður - Fjölmenning og siðir / Að bera virðingu fyrir ólíkum hópum.

Hafnarfjörður - Fjölmenning og siðir / Að bera virðingu fyrir ólíkum hópum.

Markhópur20. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum grunnskóla Hafnarfjarðar.

Hafnarfjörður - Fjölmenning og siðir / Að bera virðingu fyrir ólíkum hópum.

Staðsetning20. feb. 2019

Víðistaðaskóli, Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður.

Hafnarfjörður - Fjölmenning og siðir / Að bera virðingu fyrir ólíkum hópum.

Hafnarfjörður - Fjölmenning og siðir / Að bera virðingu fyrir ólíkum hópum. 20. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum grunnskóla Hafnarfjarðar . Á námskeiðinu er fjallað um fjölmenningarleg samfélög og hvað einkennir þau. Rætt er um stöðu nýbúa og hvernig það er að setjast að á nýjum stað.

Skráning/Skoða nánar

Hafnarfjörður - Slysavarnir barna

Hafnarfjörður - Slysavarnir barna

Stund20. feb. 2019

20. febrúar 2019 Kl. 8.30-12.30.

Setja í dagatal
Hafnarfjörður - Slysavarnir barna

Markhópur20. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum grunnskóla Hafnarfjarðar.

Hafnarfjörður - Slysavarnir barna

Staðsetning20. feb. 2019

Víðistaðaskóli, Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður.

Hafnarfjörður - Slysavarnir barna

Hafnarfjörður - Slysavarnir barna20. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum grunnskóla Hafnarfjarðar. Hér verður fjallað um hvernig best megi tryggja öryggi barna í skólum, hvað ber að varast og hvað ber að gera.

Skráning/Skoða nánar

Borgarbyggð - 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum - Vefnámskeið

Borgarbyggð - 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum - Vefnámskeið

Stund04. mar. 2019

4. mars 2019, námskeiðið er opið í 4 vikur

Setja í dagatal
Borgarbyggð - 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum - Vefnámskeið

Markhópur04. mar. 2019

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum á skrifstofu Borgarbyggðar.

Borgarbyggð - 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum - Vefnámskeið

Borgarbyggð - 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum - Vefnámskeið04. mar. 2019

Tölvupóstsamskipti eru veigamikill þáttur í störfum margra. Fjallað er um alla helstu lykilþætti sem þarf að hafa í huga í þessum rafræna samskiptamáta þegar spara þarf tíma, auka afköst og veita betri þjónustu.

Skráning/Skoða nánar

Jafnlaunastaðall: V. Launagreining - FJARNÁMSKEIÐ

Jafnlaunastaðall: V. Launagreining - FJARNÁMSKEIÐ

Stund18. feb. 2019

Mánudaginn 18. feb. kl. 13:00 - 16:00.

Setja í dagatal
Jafnlaunastaðall: V. Launagreining - FJARNÁMSKEIÐ

Markhópur18. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .

Jafnlaunastaðall: V. Launagreining - FJARNÁMSKEIÐ

Staðsetning18. feb. 2019

FJARNÁMSKEIÐ

Jafnlaunastaðall: V. Launagreining - FJARNÁMSKEIÐ

Jafnlaunastaðall: V. Launagreining - FJARNÁMSKEIÐ18. feb. 2019

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Á námskeiðinu er fjallað um ferli launagreiningar og viðeigandi aðferðir kynntar, þ.e. aðferð minnstu kvaðrata (línuleg aðhvarfsgreining) og meðallaunagreiningu. Einnig er kynnt hvernig halda megi utan um launagögn og viðbótarupplýsingar um kjör starfsmanna í mannauðskerfum og gagnaskrám. Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 31.jan. kl.10:00.

Skráning/Skoða nánar

Launaskólinn - Þema II Vaktavinna, bakvaktir og afbrigðilegur vinnutími - Valnámskeið

Launaskólinn - Þema II Vaktavinna, bakvaktir og afbrigðilegur vinnutími - Valnámskeið

Markhópur19. feb. 2019

Námið er ætlað þeim sem starfa í launavinnslu og koma að starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ.

Launaskólinn - Þema II Vaktavinna, bakvaktir og afbrigðilegur vinnutími - Valnámskeið

Launaskólinn - Þema II Vaktavinna, bakvaktir og afbrigðilegur vinnutími - Valnámskeið19. feb. 2019

Hér er gerð grein fyrir öðrum tegundum vinnutímaskipulags en dagvinnu, einkum vaktavinnu og bakvöktum með tilliti til launaútreikninga.

Skráning/Skoða nánar

Launaskólinn - Þema II Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla - Valnámskeið

Launaskólinn - Þema II Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla - Valnámskeið

Markhópur20. feb. 2019

Námið er ætlað þeim sem starfa í launavinnslu og koma að starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ.

Launaskólinn - Þema II Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla - Valnámskeið

Staðsetning20. feb. 2019

Skipholt 50b, 105 Reykjavík.

Launaskólinn - Þema II Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla - Valnámskeið

Launaskólinn - Þema II Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla - Valnámskeið20. feb. 2019

Farið er yfir grunnforsendur varðandi launaútreikninga kennara og annarra skólastarfs¬manna sem vinna af sér daga meðan á starfstíma skóla stendur.

Skráning/Skoða nánar

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Stund27. feb. 2019

Miðvikudagurinn 27. febrúar kl. 9:15 - 12:15.

Setja í dagatal
Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Markhópur27. feb. 2019

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Staðsetning27. feb. 2019

Guðrúnartún 1, fyrsta hæð (Bárubúð).

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi

Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi27. feb. 2019

Fjallað verður um hagnýt ráð og aðferðir til að takast á við sviðsskrekk, efla samskiptafærni og koma fram af öryggi. Þetta er tilvalið fyrir þá sem þurfa starfs eða stöðu sinna vegna að koma fram og halda ræður eða kynningar.

Skráning/Skoða nánar

Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig í fjarfundi

Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig í fjarfundi

Stund21. mar. 2019

Fimmtudagurinn 21. mars kl. 9:00 - 12:00.

Setja í dagatal
Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig í fjarfundi

Markhópur21. mar. 2019

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig í fjarfundi

Staðsetning21. mar. 2019

Guðrúnartún 1, fyrsta hæð (Bárubúð).

Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig í fjarfundi

Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig í fjarfundi21. mar. 2019

Á námskeiðinu er farið yfir helstu álitaefni og áskoranir sem tengjast persónuvernd launafólks. Þá verður einnig vakin athygli á þeim upplýsingum sem eru vistaðar á skrifstofum stéttarfélaganna sjálfra og hvernig fara á með þær.

Skráning/Skoða nánar

Forystufræðsla - Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum - Einnig í fjarfundi.

Forystufræðsla - Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum - Einnig í fjarfundi.

Markhópur11. apr. 2019

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Forystufræðsla - Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum - Einnig í fjarfundi.

Forystufræðsla - Mótun og miðlun upplýsinga - Færni á samskiptamiðlum - Einnig í fjarfundi.11. apr. 2019

Samfélags- og samskiptamiðlar eins og Facebook, Twitter, Linkedin, Instagram og Pinterest, bjóða fjölmarga möguleika en í þeim geta einnig falist hættur séu þeir ekki rétt nýttir. Lögð verður áhersla á hvernig má nýta þá í starfi og á hvaða hátt, hverjar hætturnar eru og hver munurinn er á milli ólíkra miðla.

Skráning/Skoða nánar
Evrópskt samstarfsverkefni T-VET 4.0

Evrópskt samstarfsverkefni T-VET 4.0

1.febrúar.2019

Starfsmennt er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu T- VET 4.0, Transforming Vocational Educational Training. Verkefnið er styrkt af Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins.

Skoða nánar

Fræðslusetrið Starfsmennt

Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta okkar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Við sköpum samstarfsvettvang starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags. 

Skoða nánar

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur, nýjum námskeiðum, breyttum þjónustuliðum og spennandi ráðstefnum og fréttum.  - Skráðu þig í klúbbinn!

 

Fræðslusetrið Starfsmennt

Skipholt 50b, 3. hæð. 
105 Reykjavík.

Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-16.
Sími: 550 0060.
Netfang: smennt(hjá)smennt.is.
Kt. 441001-2070.