Starfsmennt logo

Hvaða hæfni viltu styrkja?

Við bjóðum fjölbreytt úrval náms, bæði styttri námskeið og lengri námsleiðir, sem efla starfshæfni og nýtast í lífi og starfi. Námið er skipulagt þannig að hægt er að stunda það samhliða starfi. 

Náminu er skipt í eftirfarandi flokka eftir innihaldi og markhópum:

Námið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar en öðrum er bent á endurgreiðslur stéttarfélaga.

Viltu vita meira um Starfsmennt? Kíktu á þetta kynningarmyndband.

 

 
  • Nám fyrir alla
  • Nám stofnana
  • Nám starfsgreina
  • Nám um kjör og velferð

Ráðgjöf og raunfærni

Starfsmennt býður opinberum stofnunum og starfsmönnum þeirra ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar, símenntunar og starfsþróunar. Þannig styður fræðslusetrið stjórnendur við mótun vinnustaðamenningar og starfsumhverfis sem miðar að því að auka ánægju og hvatningu í starfi og aðstoðar einstaklinga við að þróa hæfni sína á vinnumarkaði. 

Ráðgjafaþjónustan er á eftirfarandi sviðum:

Starfsþróun vísar til þess að starfsmenn þrói áfram færni sína, þekkingu og viðhorf og geti þannig nýtt hæfileika sína og dafnað áfram í starfi. Stefna stofnunar í starfsþróun varðar leiðina sem sett er í forgang.

Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að þróa áfram þekkingu sína, viðhorf og hæfni til að halda færni sinni á vinnumarkaði. Ráðgjafar okkar aðstoða einstaklinga í leit sinni að leiðum til að sinna símenntun og starfsþróun á markvissan hátt. 

Virk starfþróun er samstarfsverkefni starfsmanna og stjórnenda og ráðgjafar okkar vinna í nánu samstarfi við báða aðila. Leitast er við að koma til móts við þarfir stofnana og einstaklinga með sérsniðnum úrræðum og kappkostað er að veita sveigjanlega, hagnýta og faglega þjónustu á sviði starfsþróunar og mannauðseflingar.

Þjónustan er stofnunum og einstaklingum að kostnaðarlausu að því gefnu að hún nýtist félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar. Þá hafa einnig verið gerðir samstarfssamningar við fræðslu- og mannauðssjóði ýmissa stéttarfélaga og stofnunum þannig auðvelduð heildstæð nálgun á ráðgjafavinnunna.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um hvernig ráðgjafaþjónustan getur nýst þér. 

Undir Sitthvað forvitnilegt er að finna umfjöllun um ýmislegt sem varðar stjórnun, starfsumhverfi, símenntun og starfsþróun.

Hvaða rétt á ég?  

Þjónusta Starfsmenntar er opinberum starfsmönnum sem eru félagsmenn í aðildarfélögum fræðslusetursins að kostnaðarlausu og er það hluti af kjarasamningsbundnum réttindum félagsmanna. Ýmis námskeið hjá Starfsmennt eru opin öðrum gegn gjaldi og bendum við á að flest stéttarfélög bjóða styrki og/eða endurgreiðslur vegna þátttöku í námi á vegum setursins. Þar sem réttindi geta verið ólík milli stéttarfélaga bendum við þátttakendum á að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsmenntar geta séð hvaða rétt þeir eiga með því að skrá sig inn á "Mínar síður". Við hvetjum fólk til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna og ef það telur upplýsingarnar ekki réttar. Aðildarfélagar í fæðingarorlofi og þeir sem fá greiddar atvinnuleysisbætur þurfa að greiða fyrir þátttöku í námi að ríkisstarfsmönnum og félagsmönnum Sameykis (áður SFR) undanskildum. 

Starfsmennt starfar á grundvelli bókunar í kjarasamningum og er ætlað að sinna heildstæðri þjónustu á sviði starfstengdrar símenntunar og mannauðseflingar fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Ríkissjóður greiðir 0,25% viðbótarframlag við heildarlaun ríkisstarfsmanna sem rennur til setursins. Einnig hafa verið gerðir samningar við mannauðssjóði Samflots, Kjalar og KSG, Ríkismennt og Sveitamennt um greiðsluþátttöku vegna sinna aðildarfélaga. 


Aðildarfélög Starfsmenntar 

Ferða- og dvalarstyrkir

Búseta þarf ekki að vera hindrun í námi. Félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar, sem sækja námskeið utan sinnar heimabyggðar, geta sótt um ferða- og dvalarstyrki til að koma til móts við ferða- og gistikostnað. Sótt er um á rafrænu umsóknareyðublaði. 

Tækifæri til náms

Gildi símenntunar hefur margsannað sig. Hlutverk Starfsmenntar er að bjóða opinberum starfsmönnum starfstengt nám og tækifæri til starfsþróunar. Allt nám á okkar vegum er aðildarfélögum að kostnaðarlausu. Flestir fræðslusjóðir stéttarfélaga veita einnig styrki til einstaklinga og stofnana.

Starfsþróun og raunfærni

Starfsþróun getur falið í sér breytt verkefni og jafnvel framgang í starfi. Þess vegna er nauðsynlegt að vera alltaf að læra til að viðhalda færni sinni á vinnumarkaði og geta tekist á við ný og breytt verkefni. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti svo sem í gegnum starfsreynslu, með námi, í frístundastarfi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.


Yfirfærsla réttinda

Fræðslu- og símenntunarsjóðir stéttarfélaga veita félagsmönnum sínum styrki til starfsþróunar. Samið hefur verið um þessi réttindi í kjarasamningum. Réttindi byggð á félagsaðild safnast upp yfir tíma og geta því verið mismikil hjá einstaklingum. Slík réttindi færast almennt ekki milli stéttarfélaga nema með sérstökum samningum. Starfsmennt hvetur alla til að hafa samband við sitt stéttarfélag til að kanna stöðu og réttindi sín til náms- og fræðslustyrkja. 

Samstarfsverkefni  

Starfsmennt hefur frumkvæði að og tekur þátt í margskonar þróunar- og samstarfsverkefnum sem miða að því að vinna að nýjungum og styrkja innleiðingu verkefna á sviði menntunar og mannauðs. Algengustu samstarfsverkefnin eru unnin með stofnunum við hönnun náms og starfstengdra námsleiða. Þá greinum við hæfnikröfur starfa og eigum nú orðið öflugan þekkingargrunn þar að lútandi.  

Við tökum einnig þátt í norrænum og  evrópskum samstarfsverkefnum sem lúta að þróun fullorðinsfræðslu og náms. 

Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs – þróunarverkefni

13.08.2019

Starfsmennt tekur þátt í þróunarverkefni með Fræðslumiðstöð atvinnulífs um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs. Verkefnið tekur til raunfærnimats í fjórum störfum, starf í verslun, starf fulltrúa í opinbera geiranum, móttöku á gistihúsum og þjónustu í sal. Samstarfsstofnanir Starfsmenntar í verkefninu um starf fulltrúa í opinbera geiranum eru Vinnumálastofnun og Íbúðalánasjóður.

Rafrænn Fangavarðaskóli

06.06.2019

Árið 2018 fékk Starfsmennt það verkefni að vinna með Fangelsismálastofnun að uppsetningu náms fyrir fangaverði og var um að ræða úrvinnslu bókunar með kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, nú Sameyki, frá árinu 2015. Um var að ræða tiltekinn hóp starfsmanna Fangelsismálastofnunar sem ekki hafði gefist færi á að ljúka námi frá Fangavarðaskólanum. Ákveðið var að nýta tækifærið og flytja allt bóklegt nám í rafrænt námsumhverfi en bjóða áfram upp á verklega kennslu í staðnámi. Þetta var m.a. gert til að starfsmennirnir ættu tök á að sinna náminu hvenær sem var sólarhringsins og hvar sem var á landinu, en starfsstöðvar Fangelsismálastofnunar eru á mörgum stöðum og starfið sjálft unnið í vaktavinnu og því jákvætt að nemendur gætu nálgast námið hvenær sem var sólarhringsins.

Transforming VET to 4.0 – evrópskt samstarfsverkefni

07.03.2019

Starfsmennt er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu Transformin VET to 4.0 skammstafað T- VET 4.0. Verkefnið er styrkt af Erasmusplus, menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið lýtur að þeim áskorunum sem starfsmenntun og kennarar innan starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu standa frammi fyrir í tengslum við hæfnikröfur 4.iðnbyltingarinnar.

Raunfærnimat til styttingar á Háskólabrú Keilis

17.09.2018

Nú í haust munu Fræðslusetrið Starfsmennt og Keilir bjóða raunfærnimat í nokkrum greinum Háskólabrúar fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Þeir sem standast raunfærnimatið geta stytt leiðina til lokaprófs af Háskólabrú Keilis. Ef þú ert 23 ára eða eldri, með samtals þriggja ára almenna starfsreynslu og hefur lokið að lágmarki 70 einingum úr framhaldsskóla gætirðu átt erindi í raunfærnimat. Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. október kl. 17:00 hjá Starfsmennt í Skipholti 50b, Reykjavík.

Námskeið framundan

Öll námskeið

Viðurkenndur bókari - EHÍ

Viðurkenndur bókari - EHÍ

Stund17. ágú. 2020

17. ágúst 2020.

Setja í dagatal
Viðurkenndur bókari - EHÍ

Markhópur17. ágú. 2020

Námið er einkum ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfi á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana.

Viðurkenndur bókari - EHÍ

Staðsetning17. ágú. 2020

Endurmenntun Háskóla Ísslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Viðurkenndur bókari - EHÍ

Viðurkenndur bókari - EHÍ17. ágú. 2020

Undirbúningsnám á háskólastigi. Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Skráning/Skoða nánar

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Stund24. ágú. 2020

24. ágúst - 22. október, kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10:00 - 11:30. 24th of August - 22nd of October every Monday, Tuesday and Thursday at 10:00-11:30 o´clock.

Setja í dagatal
Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Markhópur24. ágú. 2020

Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. Suitable for anyone who is not a native speaker of Icelandic and is interested in becoming better at spoken communication.

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate24. ágú. 2020

Íslenskunámskeið, fer fram á fjarfundum. Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. / A workshop for those who want to practice spoken Icelandic through sessions that allow any location. The workshop takes place through webinars, so participants can improve their fluency from home or wherever they choose.

Skráning/Skoða nánar

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Stund24. ágú. 2020

24. ágúst - 22. október, kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00 - 18:30. 24th of August - 22nd of October every Monday, Tuesday and Thursday at 17:00-18:30 o´clock.

Setja í dagatal
Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Markhópur24. ágú. 2020

Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. Suitable for anyone who is not a native speaker of Icelandic and is interested in becoming better at spoken communication.

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Staðsetning24. ágú. 2020

Fjarnám. / Webinars.

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced24. ágú. 2020

Íslenskunámskeið, fer fram á fjarfundum. Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. / A workshop for those who want to practice spoken Icelandic through sessions that allow any location. The workshop takes place through webinars, so participants can improve their fluency from home or wherever they choose.

Skráning/Skoða nánar

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Stund10. sep. 2020

Fimmtudagur 10. september kl. 09:00 - 12:00.

Setja í dagatal
Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Markhópur10. sep. 2020

Námskeiðið er ætlað notendum Office 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur.

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Staðsetning10. sep. 2020

Allt landið.

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám10. sep. 2020

Á þessu námskeiði er farið yfir bæði OneDrive og Teams frá Microsoft en þau forrit vinna náið saman. Með Teams fáum við tækifæri til að nýta okkur þessa lausn til samskipta og sækjum gögn t.d. frá OneDrive.

Skráning/Skoða nánar

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Stund24. ágú. 2020

24. ágúst - 22. október, kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10:00 - 11:30. 24th of August - 22nd of October every Monday, Tuesday and Thursday at 10:00-11:30 o´clock.

Setja í dagatal
Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Markhópur24. ágú. 2020

Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. Suitable for anyone who is not a native speaker of Icelandic and is interested in becoming better at spoken communication.

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate

Íslenskuþjálfarinn millistig / Icelandic as a second language intermediate24. ágú. 2020

Íslenskunámskeið, fer fram á fjarfundum. Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. / A workshop for those who want to practice spoken Icelandic through sessions that allow any location. The workshop takes place through webinars, so participants can improve their fluency from home or wherever they choose.

Skráning/Skoða nánar

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Stund24. ágú. 2020

24. ágúst - 22. október, kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00 - 18:30. 24th of August - 22nd of October every Monday, Tuesday and Thursday at 17:00-18:30 o´clock.

Setja í dagatal
Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Markhópur24. ágú. 2020

Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. Suitable for anyone who is not a native speaker of Icelandic and is interested in becoming better at spoken communication.

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Staðsetning24. ágú. 2020

Fjarnám. / Webinars.

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced

Íslenskuþjálfarinn framhald / Icelandic as a second language advanced24. ágú. 2020

Íslenskunámskeið, fer fram á fjarfundum. Hentar öllum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja auka færni í töluðu máli. / A workshop for those who want to practice spoken Icelandic through sessions that allow any location. The workshop takes place through webinars, so participants can improve their fluency from home or wherever they choose.

Skráning/Skoða nánar

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Stund10. sep. 2020

Fimmtudagur 10. september kl. 09:00 - 12:00.

Setja í dagatal
Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Markhópur10. sep. 2020

Námskeiðið er ætlað notendum Office 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur.

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Staðsetning10. sep. 2020

Allt landið.

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám

Microsoft Teams og OneDrive - Vefnám10. sep. 2020

Á þessu námskeiði er farið yfir bæði OneDrive og Teams frá Microsoft en þau forrit vinna náið saman. Með Teams fáum við tækifæri til að nýta okkur þessa lausn til samskipta og sækjum gögn t.d. frá OneDrive.

Skráning/Skoða nánar

Almennt tölvunám grunnur - Vefnám

Almennt tölvunám grunnur - Vefnám

Stund15. sep. 2020

Þriðjudagur 15. september 2020.

Setja í dagatal
Almennt tölvunám grunnur - Vefnám

Markhópur15. sep. 2020

Námskeiðið hentar öllum sem hafa litla reynslu en vilja efla þekkingu sína á rafrænu umhverfi.

Almennt tölvunám grunnur - Vefnám

Staðsetning15. sep. 2020

Vefnám

Almennt tölvunám grunnur - Vefnám

Almennt tölvunám grunnur - Vefnám15. sep. 2020

Tölvunámskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti er varða almenna tölvunotkun.

Skráning/Skoða nánar

Dómstólasýslan - Að takast á við breytingar

Dómstólasýslan - Að takast á við breytingar

Stund10. sep. 2020

Fimmtudagur 10. september 2020 frá kl. 10:00 - 12:00.

Setja í dagatal
Dómstólasýslan - Að takast á við breytingar

Markhópur10. sep. 2020

Starfsfólk Dómstólasýslunnar.

Dómstólasýslan - Að takast á við breytingar

Staðsetning10. sep. 2020

Dómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð, 108 Reykjavík.

Dómstólasýslan - Að takast á við breytingar

Dómstólasýslan - Að takast á við breytingar10. sep. 2020

Á námskeiðinu verður farið í lykilatriði við innleiðingu breytinga á vinnustað og algeng viðbrögð fólks við breytingum.

Skráning/Skoða nánar

Isavia - Tímamót og tækifæri

Isavia - Tímamót og tækifæri

Stund11. sep. 2020

Föstudaginn 11. september 2020 frá kl. 9:00-16:00.

Setja í dagatal
Isavia - Tímamót og tækifæri

Markhópur11. sep. 2020

Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem eru að láta af störfum sökum aldurs.

Isavia - Tímamót og tækifæri

Staðsetning11. sep. 2020

Hótel Natura, Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík.

Isavia - Tímamót og tækifæri

Isavia - Tímamót og tækifæri11. sep. 2020

Við starfslok breytist hlutverk einstaklingsins mikið og hætt við að tóm myndist þegar ekki þarf lengur að mæta til vinnu daglega. Því er mikilvægt að vera búinn að undirbúa starfslokin á einhvern hátt. Hér er farið yfir réttindi og fjármál, heilsueflingu á efri árum og hvernig takast eigi á við breytt hlutverk.

Skráning/Skoða nánar

Reykjanesbær - Mentor II - þjónandi leiðsögn

Reykjanesbær - Mentor II - þjónandi leiðsögn

Stund16. sep. 2020

Miðvikudagur 16. og fimmtudagur 17. september 2020 kl. 08:30 - 16:00.

Setja í dagatal
Reykjanesbær - Mentor II - þjónandi leiðsögn

Markhópur16. sep. 2020

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það. Þáttakendur þurfa að hafa lokið námskeiðinu "Mentor I" áður en þeir sækja þetta námskeið.

Reykjanesbær - Mentor II - þjónandi leiðsögn

Staðsetning16. sep. 2020

Skólavegi 1, 230 Reykjanesbær.

Reykjanesbær - Mentor II - þjónandi leiðsögn

Reykjanesbær - Mentor II - þjónandi leiðsögn16. sep. 2020

Að þjálfa upp starfsmenn sem verða leiðbeinandi í þjónandi leiðsögn á sinni starfsstöð. Farið er dýpra í hvað þjónandi leiðsögn er og hvað þurfi að hafa í huga.

Skráning/Skoða nánar

SSH - Skyndihjálp I

SSH - Skyndihjálp I

Stund29. okt. 2020

Þriðjudagur 29. september 2020 frá kl. 13:00 - 16:00.

Setja í dagatal
SSH - Skyndihjálp I

Markhópur29. okt. 2020

Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi.

SSH - Skyndihjálp I

Staðsetning29. okt. 2020

Starfsmennt Fræðslusetur, Skipholt 50b, 105 Reykjavík.

SSH - Skyndihjálp I

SSH - Skyndihjálp I 29. okt. 2020

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þetta er fyrsta námskeiðið af þremur.

Skráning/Skoða nánar

SSH - Skyndihjálp II

SSH - Skyndihjálp II

Stund04. nóv. 2020

Miðvikudagur 4. nóvember 2020 frá kl. 09:00 - 12:00.

Setja í dagatal
SSH - Skyndihjálp II

Markhópur04. nóv. 2020

Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnes.

SSH - Skyndihjálp II

Staðsetning04. nóv. 2020

Starfsmennt Fræðslusetur, Skipholt 50b, 105 Reykjavík.

SSH - Skyndihjálp II

SSH - Skyndihjálp II04. nóv. 2020

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þetta námskeið er framhald af Skyndihjálp I.

Skráning/Skoða nánar

SSH - Skyndihjálp III

SSH - Skyndihjálp III

Stund18. nóv. 2020

Miðvikudagur 18. nóvember 2020 frá kl. 09:00 - 12:00.

Setja í dagatal
SSH - Skyndihjálp III

Markhópur18. nóv. 2020

Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnes.

SSH - Skyndihjálp III

Staðsetning18. nóv. 2020

Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, 105 Reykjavík.

SSH - Skyndihjálp III

SSH - Skyndihjálp III 18. nóv. 2020

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þriðja og síðasta námskeiðið í námskeiðsröðinni.

Skráning/Skoða nánar

SSH - Skyndihjálp - upprifjun

SSH - Skyndihjálp - upprifjun

Stund26. nóv. 2020

Fimmtudagur 26. nóvember 2020 frá kl. 09:00 - 12:00.

Setja í dagatal
SSH - Skyndihjálp - upprifjun

Markhópur26. nóv. 2020

Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnes.

SSH - Skyndihjálp - upprifjun

Staðsetning26. nóv. 2020

Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, 105 Reykjavík.

SSH - Skyndihjálp - upprifjun

SSH - Skyndihjálp - upprifjun26. nóv. 2020

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þetta er upprifjunarnámskeið fyrir þá sem hafa lokið Skyndihjálp I, II og III fyrir tveimur árum eða eða fyrr.

Skráning/Skoða nánar

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar!

Sumarfrí

Sumarfrí

29.júlí.2020

Við erum í sumarfríi en opnum aftur 4. ágúst.

Skoða nánar

Fræðslusetrið Starfsmennt

Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta okkar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Við sköpum samstarfsvettvang starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags. 

Skoða nánar

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um nám og fræðslu og stundum sendum við fróðleiksmola líka. 

Skráðu þig strax í dag!

 

Fræðslusetrið Starfsmennt

Skipholt 50b, 3. hæð. 
105 Reykjavík.

Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-16.
Sími: 550 0060.
Netfang: smennt(hjá)smennt.is.
Kt. 441001-2070.