.jpg?proc=250x250)
Ráðgjöf og raunfærni
Starfsmennt býður opinberum stofnunum og starfsmönnum þeirra ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar, símenntunar og starfsþróunar. Þannig styður fræðslusetrið stjórnendur við mótun vinnustaðamenningar og starfsumhverfis sem miðar að því að auka ánægju og hvatningu í starfi og aðstoðar einstaklinga við að þróa hæfni sína á vinnumarkaði.
Ráðgjafaþjónustan er á eftirfarandi sviðum:
Starfsþróun vísar til þess að starfsmenn þrói áfram færni sína, þekkingu og viðhorf og geti þannig nýtt hæfileika sína og dafnað áfram í starfi. Stefna stofnunar í starfsþróun varðar leiðina sem sett er í forgang.
Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að þróa áfram þekkingu sína, viðhorf og hæfni til að halda færni sinni á vinnumarkaði. Ráðgjafar okkar aðstoða einstaklinga í leit sinni að leiðum til að sinna símenntun og starfsþróun á markvissan hátt.
Virk starfþróun er samstarfsverkefni starfsmanna og stjórnenda og ráðgjafar okkar vinna í nánu samstarfi við báða aðila. Leitast er við að koma til móts við þarfir stofnana og einstaklinga með sérsniðnum úrræðum og kappkostað er að veita sveigjanlega, hagnýta og faglega þjónustu á sviði starfsþróunar og mannauðseflingar.
Þjónustan er stofnunum og einstaklingum að kostnaðarlausu að því gefnu að hún nýtist félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar. Þá hafa einnig verið gerðir samstarfssamningar við fræðslu- og mannauðssjóði ýmissa stéttarfélaga og stofnunum þannig auðvelduð heildstæð nálgun á ráðgjafavinnunna.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um hvernig ráðgjafaþjónustan getur nýst þér.
Undir Sitthvað forvitnilegt er að finna umfjöllun um ýmislegt sem varðar stjórnun, starfsumhverfi, símenntun og starfsþróun.