Tölvupóstsamskipti, netspjall og gervigreind

Færni í tölvupóstsamskiptum og netspjalli með ábyrgri notkun gervigreindar

Taktu stjórn á rafrænum samskiptum og skrifaðu tölvupósta sem byggja upp traust, spara tíma og styrkja ímynd stofnunar eða fyrirtækis.

Á þessu netnámskeiði lærir þú að koma skilaboðum á framfæri á skýran, skjótan og faglegan hátt hvort sem þau eru send til samstarfsfólks, þjónustuþega eða stjórnenda. Að auki færðu hagnýtar leiðbeiningar á mannamáli um hvernig hægt er að nota fyrirspurnir (prompt) í gervigreind á skilvirkan hátt til að fá betri og markvissari niðurstöður.

Kenndar eru einfaldar en öflugar aðferðir sem gera tölvupóstana þína skýra, hnitmiðaða og traustvekjandi.

Með námskeiðinu fylgir bókin 8 lyklar að árangursrík tölvupóstsamskiptum sem er hagnýt og aðgengileg bók með dæmum, ráðum og verkfærum sem efla rafræn samskipti.

Leiðbeinandi námskeiðsins er jafnframt höfundur bókarinnar og byggir efnið á yfir 20 ára reynslu og rannsóknarvinnu.

Hæfniviðmið

Að geta skrifað skýra, hnitmiðaða og faglega tölvupósta

Að geta komið í veg fyrir misskilning

Að geta nýtt gervigreind í samskiptum á gagnlegan og ábyrgan hátt

Fyrirkomulag

Námskeiðið fer fram á netinu og inniheldur fjölbreytt námsefni svo sem myndbönd, hagnýtan gátlista, sjálfsmat, fróðleiksmola, verkefni og æfingar byggðar á raunverulegum aðstæðum.

Aðgangur að efninu er í fjórar vikur frá upphafi námskeiðs – þetta er sjálfsnám þar sem þú ræður hraðanum, hvort sem þú tekur allt námið í einu lagi eða í áföngum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    15. október 2025. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    10 klst.
  • Umsjón
    Margrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði.
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    24.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja auka gæði í rafrænum samskiptum hvort er í þjónustu við viðskiptavini, stjórnun, skrifstofustörf eða teymisvinnu
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Ummæli
  • Takk fyrir skemmtilegt og fræðandi námskeið.

    – Björn Ingi Jósefsson, starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra.

  • Þetta var virkilega gott, aðgengilegt til að vinna og gerir mann gagnrýnan á sjálfan sig varðandi tölvupóstsamskipti.

    – Ólöf Harðardóttir, skrifstofumaður hjá Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála

  • Þetta er námskeið sem ég hvet aðra til að taka.

    – Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, ráðgjafi hjá Íbúðalánasjóði

  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.10.2025Tölvupóstsamskipti, netspjall og gervigreind00:0010:00Margrét Reynisdóttir