Erfiðir og óánægðir þjónustuþegar

Stjórnun krefjandi samskipta í þjónustu

Taktu stjórn á erfiðum samskiptum! Lærðu að breyta kvörtunum í tækifæri og bæta samskipti við viðskiptavini á faglegan hátt.

Fjallað er um hvernig hægt er að bregðast  við kvörtunum og krefjandi aðstæðum á faglegan hátt og styrkja þannig þjónustu, orðspor og starfsánægju.

Kynntar eru aðferðir sem virka í raunverulegum aðstæðum og byggja þannig upp sjálfstraust og lausnamiðaða nálgun í samskiptum.

Með námskeiðinu fylgir bókin Að fást við erfiða viðskiptavini – hagnýt og aðgengileg bók með dæmum, ráðum og verkfærum sem efla samskiptarfærni.

Hæfniviðmið

Að takast á við óánægða viðskiptavini með auknu sjálfstrausti

Að geta breytt kvörtunum í jákvæð umbótatækifæri

Að nýta árangursríka samskiptatækni og lausnamiðaða nálgun í erfiðum aðstæðum

Fyrirkomulag

Námskeiðið er byggt upp með leiknum myndböndum, krossaspurningum, verkefnum.

Námskeiðið er opið í fjórar vikur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    15. október 2025. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    10 klst.
  • Umsjón
    Margrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði.
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum.
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    24.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja bæta eigin samskiptafærni og auka þjónustugæði
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Skila þarf verkefnum fjórum vikum eftir að námskeið hefst.
  • Ummæli
  • Það er ekki daglegur viðburður að taka á móti erfiðum viðskiptavinum því þarf maður að rifja upp tæknina reglulega til að bregaðast rétt við. Rafrænu bækurnar sem fylgja námskeiðunum eru mjög góðar.

    – Hafdís Sigurðardóttir

  • Fer í alla sálfræðilegu þættina sem nýtast

    – Jón Eiður Jónsson

  • Fullt af góðum dæmum og upplýsingum í bókinni sem fylgir námskeiðinu sem nýtast mér í starfi og einnig í einkalífi.

    – Sylwia Lawreszuk

  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.10.2025Erfiðir og óánægðir þjónustuþegar00:0010:00Margrét Reynisdóttir