Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin

Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst.

Áhersla er á undirbúning og eftirfylgni verkefna til að tryggja árangur.

Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hvernig hægt er að beita verkefnastjórnun á lítil sem stór verkefni.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Skilgreiningu á hvað er verkefni og hvað er verkefnastjórnun
  • Undirbúning verkefna og ræs
  • Hvernig skilgreina á markmið verkefna og hvernig árangur er metinn
  • Uppsetning verkefnis: Hvernig tíma- og kostnaðaráætlanir líta út
  • Eftirfylgni verkefnisáætlunar
  • Skil og lúkningu verkefna

Hæfniviðmið

Að geta notað aðferðir verkefnastjórnunar til að leysa verkefni og ná betri árangri í starfi

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og umræðum. Tekin verða fyrir hagnýt og raunveruleg verkefni sem flest ættu að geta samsvarað sig við. 








Helstu upplýsingar

  • Tími
    25. september 2025, kl. 08.30 - 12.30 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Sveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja kynnast aðferðafræði verkefnastjórnunar
  • Gott að vita
    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en þátttakandi hefur fengið staðfestingarpóst frá Endurmenntun HÍ.
Skráning á þetta námskeið hefst 05. 08 2025 kl 09:00
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.09.2025Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin08:3012:30Sveinbjörn Jónsson, M.Sc. í verkfræði og MPM.