Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla – sérstakir launaútreikningar

Farið er yfir grunnforsendur varðandi launaútreikninga kennara í grunn- og tónlistarskólum og annars skólastarfsfólks sem vinnur af sér daga meðan á starfstíma skóla stendur. Auk þess verður komið inn á helstu atriði í framkvæmd vinnutíma, samkomulags og útreikninga vegna fæðingarorlofs kennara og tiltekin sérréttindi sem gilda í kjarasamningum kennara.  Þá verður farið yfir gögn sem þarf að afla þegar gengið er frá ráðningu svo sem leyfisbréf og upplýsinga úr sakaskrá.

Hæfniviðmið

Að kunna skil á grunnatriðum varðandi launaútreikninga starfsfólks stofnana þar sem starfsemin liggur niðri hluta úr ári, t.d. í skólum og í æskulýðsstarfi

Að vita hvaða gögn þurfa að liggja fyrir við ráðningu starfsfólks í grunn- og tónlistarskólum

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    25. september 2025, kl. 9.00-12.00 og 13.00-14.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur í samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Staðsetning
    Teams
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    28.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Launafulltrúar og þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.09.2025Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla – sérstakir launaútreikningar 09:0012:00Bjarni Ómar Haraldsson
25.09.2025Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla, sérstakir launaútreikningar13:0014:00Bjarni Ómar Haraldsson