Myndvinnsla með gervigreind

Gervigreind hefur gjörbreytt myndvinnslu og opnað nýjar víddir fyrir alla, óháð fyrri reynslu. Á þessu námskeiði lærir þú að nýta krafta gervigreindar til að búa til og breyta myndum á áhrifaríkan hátt. 

Á námskeiðinu verða kynnt leiðandi gervigreindar-myndvinnsluverkfæri sem eru bæði notendavæn og bjóða frían aðgang. Þú lærir að nota þessi verkfæri til að búa til myndefni út frá einföldum textalýsingum, breyta eldri myndum og jafnvel búa til hreyfimyndir út frá myndum. Farið verður í hvernig þú breytir stílum, sameinar myndir, fjarlægir bakgrunn, býrð til listaverk frá grunni og margt fleira.

Þú lærir að skrifa áhrifaríkar kvaðningar (prompts) til að fá bestu útkomu og færð hagnýta þjálfun í nýjustu tækni í myndvinnslu sem nýtist í starfi og leik.

Hæfniviðmið

Að geta nýtt gervigreind í myndvinnslu og skapandi verkefnum.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 29. ágúst 2025 en upphafið er valfrjálst.
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    52.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja læra að nýta gervigreind í myndvinnslu
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
29.08.2025Myndvinnsla með gervigreind09:0003:00Bjartmar Þór Hulduson