Í gáttinni er að finna námskeið ætluð starfsfólki sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi,  Garðabæ og Andrastöðum á Kjalarnesi. Námskeiðin eru skipulögð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau námskeið sem eru merkt „SSH“ eru einungis ætluð starfsfólki sveitarfélaganna sem boðað hefur verið á þau. Þau standa aðildarfélögum Starfsmenntar til boða þeim að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra. Verð birtist við skráningu á sum námskeið en í ferlinu breytist þetta hjá þeim sem eiga rétt á kostnaðarlausri þátttöku.

5 skref að skráningu:

  1. Ýta á plúsinn
  2. Fara í Upplýsingar og skráning
  3. Ýta á Skrá mig
  4. Setja inn kennitölu og velja innskráningu með lykilorði eða í gegnum Ísland.is
  5. Staðfesta skráningu

Markmið gáttarinnar er að auðvelda aðgengi að fræðslu, auka hæfni, bæta frammistöðu starfsfólks, auka sjálfsöryggi þess og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Athugið að hér birtist ekki allt námsframboð Starfsmenntar heldur aðeins valin námskeið.


Skoða öll námskeið      |      Skoða upplýsingatækninámskeið      |     Skoða þjónustunámskeið     |     Starfsþróunarráðgjöf

Í fyrirlestrinum verður farið í grunnstoðir þessarar hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar (e. Gentle Teaching), hvernig hún nýtist í störfum okkar og hvernig hún samtvinnast við þá hugmyndafræði sem bundinn er í lög- og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
04. október 2023
Kennari:
Elva Hjálmarsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu verður fjallað um hugtökin nauðung og þvingun út frá mismunandi sjónarhornum. Einnig verður fjallað um helstu lög og reglur varðandi nauðung í starfi með fötluðum. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
10. október 2023
Kennari:
Ástríður Erlendsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Að þjálfa upp starfsmenn sem verða leiðbeinandi í þjónandi leiðsögn á sinni starfsstöð. Framhaldsnámskeið Mentor I. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
18. október 2023
Kennari:
Arne Friðrik Karlsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þetta námskeið er framhald af Skyndihjálp I. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
31. október 2023
Kennari:
Laufey Gissurardóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þriðja og síðasta námskeiðið í námskeiðsröðinni. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
07. nóvember 2023
Kennari:
Laufey Gissurardóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl fötlunar og geðheilbrigðis. Farið yfir algenga geðræna kvilla hjá fötluðum og hvernig bregðast skuli við því í daglegri umönnun. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
15. nóvember 2023
Kennari:
Guðbjörg Sveinsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Hér verður farið yfir hvernig þekkja má einkenni hegðunar sem gæti leitt til átaka og ofbeldis, og hvernig bregðast eigi við til þess að verjast án þess að skaða skjólstæðinginn. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
22. nóvember 2023
Kennari:
Felix Högnason
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á þessu námskeiði verður fjallað um þróun mannréttindaverndar fatlaðs fólks með áherslu á jafnrétti, ójöfn valdahlutföll, forréttindi og jaðarstöðu. ​Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
28. nóvember 2023
Kennari:
Helga Baldvins Bjargardóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám