Í gáttinni er að finna námskeið sem skipulögð eru í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með námskeiðunum er að auka hæfni starfsfólks, bæta frammistöðu, auka sjálfsöryggi þess og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Fyrir hverja?
Námskeið sem eru merkt SSH eru aðeins ætluð starfsfólki sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Seltjarnesi, Garðabæ og Andrastöðum á Kjalarnesi. Starfsfólk hjá ÁS Styrktarfélagi er einnig velkomið að skrá sig á flest SSH námskeið (nema Innkoma nýliða og Skyndihjálp).

Hver greiðir?
Námskeiðin standa félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða til boða þeim að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.

Hvernig á að skrá sig?

  1. Smelltu á plúsinn eða nafn námskeiðsins.
  2. Smelltu á Upplýsingar og skráning.
  3. Smelltu á Skrá mig.
  4. Skráðu kennitöluna þína og smelltu á Áfram.
  5. Veldu að skrá þig inn með lykilorði eða rafrænum skilríkjum.
  6. Staðfestu skráninguna.

Að þessu loknu berst þér tölvupóstur frá okkur sem staðfestir skráningu þína á námskeið. Tölvupósturinn gæti lent í ruslpóstinum svo kíktu þangað ef þig er farið að lengja eftir staðfestingu. Hafðu endilega samband ef þig vantar aðstoð!

Skoðaðu öll námskeið Starfsmenntar      |      Viltu spjalla við náms- og starfsráðgjafa?

Í fyrirlestrinum verður farið í grunnstoðir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar (e. Gentle Teaching), hvernig hún nýtist í störfum okkar og hvernig hún samtvinnast við þá hugmyndafræði sem bundin er í lög- og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
06. september 2024
Kennari:
Arne Friðrik Karlsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Fjallað er um hvernig megi ýta undir jákvætt hugarfar og bjartsýni. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að líta á krefjandi viðfangsefni og aðstæður sem möguleg tækifæri. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
12. september 2024
Kennari:
Ingrid Kuhlman
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu verður fjallað um hugtökin nauðung og þvingun út frá mismunandi sjónarhornum. Einnig verður fjallað um helstu lög og reglur varðandi nauðung í starfi með fötluðum. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
24. september 2024
Kennari:
Ástríður Erlendsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Á þessu námskeiði verður fjallað um leiðir til að gera starfsfólk öruggara í starfi með því að nýta sér ýmsar hagnýtar aðferðir. Kynntar verða mismunandi útfærslur af sjónrænu skipulagi og leiðir til að nýta sér tímavaka. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
30. september 2024
Kennari:
Gunnhildur Á Jóhannsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Þetta námskeið er fyrir alla nýja starfsmenn. Farið verður yfir málefni sem mikilvægt er að allir starfsmenn skilji og þekki. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
09. október 2024
Kennari:
Ýmsir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þetta er fyrsta námskeiðið af þremur. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
16. október 2024
Kennari:
Laufey Gissurardóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á þessu námskeiði er fjallað um einhverfu fullorðinna, birtingarmyndir og rétt viðbrögð. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
22. október 2024
Kennari:
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Framhaldsnámskeið Mentor I. Námskeiðið er ætlað til að þjálfa upp starfsfólk sem verða leiðbeinandi í þjónandi leiðsögn á sinni starfsstöð. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
31. október 2024
Kennari:
Arne Friðrik Karlsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þetta námskeið er framhald af Skyndihjálp I. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
06. nóvember 2024
Kennari:
Laufey Gissurardóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu er leitast við að dýpka þekkingu þátttakenda á mikilvægi umönnunar einstaklinga sem búa við hverskyns fatlanir. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
20. nóvember 2024
Kennari:
Sigurlaug Björk Jóhannesdóttir Fjelsted
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Hér verður farið yfir hvernig þekkja má einkenni hegðunar sem gæti leitt til átaka og ofbeldis, og hvernig bregðast eigi við á öruggan hátt. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en sveitarfélögin greiða fyrir aðra.
Hefst:
28. nóvember 2024
Kennari:
Felix Högnason
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám