Ertu á réttri hillu?

Mikilvægt er fyrir fólk að þekkja inn á styrkleika sína, viðhorf og áhuga svo þeir geti betur notið sín betur í lífi og starfi. Áhugasviðskannanir geta stuðlað að þeirri sjálfsþekkingu sem kemur að gagni varðandi nám, störf eða tómstundir.

Um er að ræða samtal við náms- og starfsráðgjafa, áhugasviðskönnun og í kjölfarið er farið yfir niðurstöður könnunarinnar og næstu skref skoðuð. 

Fyrirkomulag

Samtalið fer fram á skrifstofu Starfsmenntar, Skipholti 50b eða í gegnum fjarfund á Teams. Skráðu þig hér á skráningarsíðunni og í framhaldinu höfum við samband og finnum heppilegan tíma fyrir samtalið.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Að eigin vali í samráði við ráðgjafa
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi
  • Staðsetning
    Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, 105 Reykjavík. Bæði er boðið upp á staðbundin viðtöl og í fjarfundi
  • Tegund
    Viðtal
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Ráðgjöfin er eingöngu fyrir félagsfólk aðildarfélaga BSRB og er þeim að kostnaðarlausu.
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir
    ingibjorg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.05.2024Áhugasviðsgreining- viðtal við náms- og starfsráðgjafa Starfsmenntar23:0023:00