Starfsmannasamtöl - ÍSAFJÖRÐUR
Vel undirbúin og faglega framkvæmd starfsmannasamtöl geta bætt verulega frammistöđu starfsmanna og eflt samstarf og samskipti milli yfirmanns og starfsmanna hans.
Á námskeiđinu er fariđ yfir tilgang, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannasamtala. Sýnd eru leikin myndskeiđ sem sýna bæđi hvernig starfsmannasamtöl geta "misheppnast" ef réttum undirbúningi og samtalstækni er ábótavant og öfugt, þ.e. sýnd dæmi um vel undirbúin og árangursrík samtöl. Þátttakendur taka jafnframt þátt í léttum æfingum.
Hæfniviðmið
Þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi starfsmannasamtala
Þátttakendur þekki til framkvæmdar starfsmannasamtala
Þátttakendur geti nýtt sér starfsmannaviðtöl til skipulagningar á starfsþróun sinni
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður, myndskeið og léttar æfingar.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudaginn 27. mars ´19 kl. 10:30 - 14:30
- Lengd4 klst.
- UmsjónRakel Heiðmarsdóttir.
- StaðsetningFræðslumiðstöð Vestfjarða Suðurgata 12, 400 Ísafjörður.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÆtlað stjórnendum.
- Gott að vitaStarfsmennt greiðir fyrir aðildarfélaga sína, aðrir þurfa að skrá sig beint hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða frmst.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting, þáttaka í tíma.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia@smentt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 27.03.2019 | Starfsmannasamtöl. | 10:30 | 14:30 | Rakel Heiðmarsdóttir. |