Bókhald grunnur - Promennt

Helstu kennslugreinar:

Excel upprifjun fyrir bókhald grunn

Verslunarreikningur - upprifjun og æfingar

Rifjuð er upp einföld talnameðferð s.s. almenn brot, tugabrot, jöfnur og hlutföll. Helstu vaxtaformúlur kynntar og æfingadæmi reiknuð, einnig eru helstu vaxtahugtök útskýrð með dæmum og æfingum. Vísitölur og verðtryggingar eru kynntar og meðferð þeirra útskýrð. Raðgreiðslur greiðslukorta. 

Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk

Farið yfir allar helstu reglur um vsk. útreikning og útfyllingu skilagreina. Farið yfir hvað telst vsk.skyldur kostnaður og hvað ekki, helstu undanþágur ofl.

Bókhaldsgrunnur og handfært bókhald

Áður en farið er í tölvubókhaldið verður að læra grunnatriðin. Kennd er undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Gerð einfalds rekstrar og efnahagsreiknings. Lestur ársreikninga og lykiltölur.

Tölvubókhald

Áður en farið er í tölvubókhaldið verður að læra grunnatriðin. Kennd er undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Kynnt eru innkaupa- og sölukerfið.  Gerð einfalds rekstrar og efnahagsreiknings. Lestur ársreikninga og lykiltölur. Nemendum er boðið upp á að velja annars vegar DK fjárhagsbókhald og hins vegar Navision með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist á bæði námskeiðin (þá er kennt á Microsoft Dyn. Nav).

Fyrirkomulag umsóknar:
Umsækjendur verða einnig að skrá sig hjá Promennt.

Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið. 

Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.

Markmið

Að geta gert grein fyrir grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds.

Að geta notað þá leikni sem nemandi hefur öðlast á námskeiðinu til færa einfaldar dagbókarfærslur.

Að geta reiknað út laun og launatengd gjöld og fyllt út eyðublöð tengdum þeim.

Að geta stemmt af dagbók með prófjöfnuði.

Að geta notað algengustu flutningsskilmála (FOB og CIF).

Að geta gert leiðréttingarfærslur.

Að geta gert grein fyrir mismuni á inn- og útskatti.

Að geta nefnt helstu vöru- og þjónustuflokka sem bera 11% virðisaukaskatt.

Að geta nefnt af hvaða aðföngum er ekki heimilt að færa innskatt.

Að geta fært inn niðurstöður úr efnahagsreikningi frá fyrra tímabili.

Að geta fært inn niðurstöður úr prófjöfnuði úr dagbókum þeirra mánaða sem verið er að gera upp.

Að geta gert upp upp birgðir og fært á efnahag og mismun á innkaupsverð seldra vara.

Að geta reiknað út og fært fyrningu og afskriftir eigna.

Að geta gert upp inn- og útskatt og fært á uppgjörsreikning vsk ásamt því að gera vsk skýrslu.

Að geta fært gjöld og tekjur á rekstrarreikning og hagnað eða tap yfir á eigið fé.

Að geta gert upp og stemmt af efnahagsreikning.

Að geta gert grein fyrir bókhaldshringrásinni og tengslum ýmissa reikninga.

Fyrirkomulag

Staðnám eða fjarkennsla í beinni

Helstu upplýsingar

 • Tími
  30. september - 20. nóvember 2020 frá kl. 8:30-12:00 morgunhópur og frá kl. 17:30-21:00 kvöldhópur. Námið er einnig fjarkennt.
 • Lengd
  115 klst.
 • Staðsetning
  Promennt, Skeifunni 11b, 2. hæð, 108 Reykjavík
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Aðildarfélagar Starfsmenntar sem vilja læra að færa bókhald.
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir
  bjorg(hjá)smennt.is

Gott að vita

Aðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, öðrum er bent á að skrá sig hjá Promennt.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
30.09.2020Grunnnám í bókhaldi