Styrkleikar í lífi og starfi - AKUREYRI

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá grunnfærni í styrkleikanálgun, að þekkja eigin styrkleika og hafa verkæri til að vinna með þá áfram í bæði einkalífi sem og starfi.

Leiðbeinandi er Guðrún Snorradóttir PCC stjórnendamarkþjálfi. Guðrún byggir á 12 ára reynslu sem stjórnandi og þekkir heim stjórnandans frá fyrstu hendi. Hún hefur einnig reynslu af mannauðsstjórnun og hefur unnið með stjórnendum bæði innan einka- sem og opinbera geirans. Hennar sérsvið eru áskoranir í samskiptum innan vinnustaða ásamt fyrirbyggjandi aðgerðum með því að einblína á styrkleika, helgun, tilgang, þrautseigju og færni starfsmanna. Hún er með master í jákvæðri sálfræði og er vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá ICF (International coaching federation, 700 tímar að baki). Guðrún er formaður félags um jákvæða sálfræði á Íslandi.

ATH. Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á þetta námskeið.

Hæfniviðmið

Lykilspurningar sem skoðaðar eru á námskeiðinu:

Hvað er „neikvæð slagsíða“?

Hvað eru styrkleikar og hvers vegna skipta þeir máli?

Hvernig nýtast þeir í vinnunni og í einkalífinu?

Hverjir eru þínir styrkleikar og hvernig getur þú unnið með þá?

Hvað er að ofnota styrkleika?

Hverjir eru algengastar á heimsvísu/á Íslandi?

Hvernig geta þeir nýst innan fjölskyldunnar?

Hvernig geta styrkleikar breytt hlutverkum, ábyrgð og verkefnum fjölskyldumeðlima/vinnufélaga?

Hvernig “grípum” við styrkleika hjá öðrum?

Hvernig notum við styrkleikanálgun á vinnustaðnum okkar?

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, verkefni.

Undirbúningur: Þátttakendur taka VIA styrkleikaprófið fyrir námskeiðið og hugleiða: Hvernig get ég nýtt þessa styrkleika í mínu lífi og starfi? Hvaða styrkleika vil ég efla hjá mér og hvers vegna?

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. feb. fimmtudagur kl. 13.00-16.00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Snorradóttir PCC stjórnendamarkþjálfi.
  • Staðsetning
    SÍMEY - Þórsstíg 4, 600 Akureyri.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig SÍMEY.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og verkefnavinna.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia@smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.02.2019Styrkleikar í lífi og starfi13:0016:00Ráðgjafar Hagvangs.