Dómstólasýslan - Að takast á við breytingar
Þjóðfélag og atvinnulíf nútímans einkennist af aukinni óvissu um framtíðina og stöðugum breytingum.
Þær hafa í för með sér að starfsmenn mæta kröfum um endalausa aðlögun.
Rétt viðhorf og viðbrögð, hugsun og hegðun geta haft úrslitaáhrif á hvernig til tekst í breytingum.
Á námskeiðinu er farið í lykilatriði við innleiðingu breytinga og algeng viðbrögð fólks við breytingum.
Farið er í forsendur breytinga og tengsl þeirra við stefnu, skipulag, starfsfólk, tæki, stjórnun og vinnustaðarmenningu.
Rætt er um afstöðu einstaklinga til breytinga og atriði sem skýra andstöðu.
Ath. námskeiðið er einnig í fjarnámi.
Hæfniviðmið
Að auka þekkingu á eðli breytinga.
Að auka innsýn í viðbrögð fólks við breytingum.
Að auka þekkingu á hindrunum við innleiðingu breytinga.
Að auka persónulega hæfni í að takast á við breytingar.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiFimmtudagur 10. september 2020 frá kl. 10:00 - 12:00
- Lengd2 klst.
- UmsjónIngrid Kuhlman - sérfræðingur hjá Þekkingarmiðlun
- StaðsetningDómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð, 108 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk Dómstólasýslunnar
- Gott að vitaNámskeiðið er einnig í fjarnámi.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
10.09.2020 | Að takast á við breytingar | 10:00 | 12:00 | Ingrid Kuhlman |