Reykjanesbær - Árangursrík samskipti - Hópur 2 - Vefnám

Á námskeiðinu verður farið í uppbyggileg og árangursrík samskipti á vinnustað og fjallað um hugtök því tengt eins og traust, heiðarleika, ábyrgð, virðingu, hreinskilni, stuðning og skuldbindingu.
Hugað verður að því sem einkennir vinnustaði og hvers konar erfiðleikar í samskiptum geti komið upp. Fjallað verður um hvernig hægt er að vinna með ágreining á uppbyggilegan hátt og mikilvægi þess að geta unnið úr þeim málum sem upp koma á vinnustað. Þá  verður fjallað um hvernig stuðla megi að gagnkvæmri virðingu í samskiptum og hvernig standa megi vörð um jafnræði og siðferði á vinnustað.

Kynning verður á almennum og viðurkenndum viðmiðunum varðandi siðfræðileg vandamál í samskiptum fólks á vinnustöðum. Einnig verður farið í helstu skrifaðar og óskrifaðar reglur vinnustaða og einkenni góðrar vinnustaðamenningar. Þá verður rætt um hvernig stjórnendur og starfsmenn geta stuðlað að vellíðan og árangursríku samstarfi á vinnustað.

Að lokum verður farið yfir rétttindi og skyldur starfsmanna og stjórnenda.

Zoom upplýsingar:
Námskeiðið verður í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom.

Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst.

Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema.

Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Áður en námskeiðið hefst er mikilvægt að vera í góðu netsambandi og gott er að athuga hvort myndavélin og hátalarinn í tölvunni virki vel.

Nauðsynlegt er að vera í rými þar sem ekki er mikill umgangur því umhverfishljóð geta truflað að vel heyrist í þér. Það getur verið hjálplegt að nota heyrnatól til að minnka umhverfishljóð.

Hægt er að tengjast Zoom viðmótinu frá tölvu eða snjalltækjum (ipad, síma ofl). Zoom virkar best í vafra (browser) eins og Google Chrome eða Firefox en virðist ekki virka jafn vel í vöfrum eins og Safari og Internet Explorer. Einnig er hægt að hlaða niður Zoom forritinu og þarf þá ekki að nota vafra.

Þegar fyrst er farið inn á námskeiðið er mikilvægt er að leyfa bæði „join with computer audio“ og „join with computer video“

Þegar þú hlustar á námskeiðið er best að stilla á „mute“ þín megin og síðan „unmute“ ef þú ert beðin/n um að tala.
„Mute“ takkann má finna í vinstra neðra horninu á skjánum.
Þegar smellt er á þann takka kemur rauður borði yfir myndina af hljóðnemanum, þá er hljóðneminn á mute.
Til að gera „unmute“ þegar þú ætlar að tala, smellir þú aftur á hljóðnemann.

Einnig er hentugt að nota „Chat“ valkostinn ef þú þarft að koma skilaboðum til kennara eða annara þátttakenda meðan á námskeiðinu stendur.

Hæfniviðmið

Að þekkja eðli samskipta á vinnustað og hvað einkennir eigin vinnustaðamenningu.

Að þekkja leiðir til að efla samheldni og liðsheild.

Að læra leiðir til að auka sjalfsöryggi í samskiptum og árangur í samvinnu.

Að gera sér grein fyrir réttindum og skyldum starfsmanna.

Að þekkja siðferðileg viðmið og reglur í samskiptum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 4. nóvember 2020 frá kl. 13:00 - 17:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
04.11.2020Árangursrík samskiptiSigríður Hulda Jónsdóttir, nám- og starfsráðgjafi