Launaskólinn - Þema II Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla - sérstakir launaútreikningar - Valnámskeið

Markmiðið er að styrkja launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ í starfi, með því að gefa heildarsýn yfir sviðið, kynna helstu ákvæði kjarasamninga og réttinda launþegans ásamt því að veita hagnýtar upplýsingar.

Starfsfólk skóla - sérstakir launaútreikningar

Farið er yfir grunnforsendur varðandi launaútreikninga kennara og annarra skólastarfsmanna sem vinna af sér daga meðan á starfstíma skóla stendur. Auk þess er komið inn á þau gögn sem þarf að afla þegar gengið er frá ráðningu, svo sem leyfisbréf og upplýsingum úr sakaskrá.

Námskeiðið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar  að kostnaðarlausu, aðrir greiða kr. 20.000. 

Hæfniviðmið

Að kunna skil á grunnatriðum varðandi launaútreikninga starfsmanna í grunn- og tónlistarskólum.

Að þekkja hvaða gögn þurfa að liggja fyrir við ráðningu starfsmanna skóla.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    18. nóvember 2019, frá kl. 09:00-13:00.
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Bjarni Ómar Haraldsson
  • Staðsetning
    Skipholt 50b, 105 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    20.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Launafulltrúa og þeir sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ.
  • Gott að vita
    Markmiðið er að styrkja launafulltrúa og þá sem koma að starfsmanna og kjaramálum hjá ríki og bæ í starfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
18.11.2019Starfsfólk grunn- og tónlistarskóla – sérstakir launaútreikningar09:0013:00Bjarni Ómar Haraldsson